Viðskipti Fyrsta hækkun ársins í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í FL Group rauk yfir tíu prósent þegar mest lét í mikilli uppsveiflu í fyrstu viðskiptum dagsins áður en það gaf eftir fyrir SPRON. Úrvalslvísitalan endaði í plús í fyrsta sinn á árinu í dag. Viðskipti innlent 10.1.2008 16:39 Dræm jólasala í Bandaríkjunum Bandarískar stórverslanir komu heldur verr út úr nýliðnum jólamánuði en vonir stóðu til og eru margir stjórnenda þeirra svartsýnir um framhaldið. Talsverðu munar hins vegar á milli verslana. Viðskipti erlent 10.1.2008 13:40 Forstjóra Bang & Olufsen sparkað Stjórn danska raftækjaframleiðandans Bang & Olufsen rak forstjóra fyrirtækisins í dag. Fyrirtækið birti í gær slakt uppgjör sem olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í félaginu með þeim afleiðingum að markaðsvirðið féll um rúm 25 prósent. Viðskipti erlent 10.1.2008 12:48 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,5 prósentum. Mjög hefur verið þrýst á bankastjórnina að koma til móts við ótta manna um samdrátt í efnahagslífnu og lausafjárskort með lækkun vaxta þrátt fyrir verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Viðskipti erlent 10.1.2008 12:07 Hráolíuverð lækkar þrátt fyrir samdrátt Heimsmarkaðsverð á hráoloíu lækkaði um tæpan dal á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að olíubirgðir í Bandaríkjunum jukust á milli vikna. Þótt eldsneytisbirgðir hafi aukist í landinu hefur heldur dregið úr hráolíubirgðum, sem hafa ekki verið minni í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum bandaríska orkumálaráðuneytisins. Viðskipti erlent 10.1.2008 11:57 Allt á uppleið í Kauphöllinni Gengi Bakkavarar og Færeyjabanka hefur hækkað um rúmlega sex prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins en á eftir fylgja bréf í SPRON, Existu og FL Group sem öll hafa hækkað um rúm fjögur prósent. Viðskipti innlent 10.1.2008 10:16 Söluaukning hjá Sainsbury's Sala jókst um 3,7 prósent hjá stórmarkaðnum Sainsbury's, þriðja stærstu verslanakeðju Bretlands á síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta er nokkuð í takti við spár markaðsaðila. Viðskipti erlent 10.1.2008 09:47 Gróði í álinu Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið á Reyðarfirði, hagnaðist um 632 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 40 milljarða íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta er 76 prósenta aukning á milli ára. Tekjur fyrirtækisins hafa aldrei verið meiri á einu ári þrátt fyrir lægra álverð undir lok árs. Viðskipti erlent 10.1.2008 09:08 Veltumet á skuldabréfamarkaði alla vikuna Veltumet var slegið á skulda- og íbúðabréfamarkaði í gær. Þetta var jafnframt þriðji dagurinn í röð sem metið er slegið, að því er fram kemur í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Þá var veltumet slegið með veltu ríkisbréfa á mánudag og vantaði aðeins 300 milljónir upp á að metið sem slegið var á mánudag hefði verið náð. Viðskipti innlent 9.1.2008 11:52 Óánægja með afkomu Marks & Spencer Gengi hlutabréfabréfa í bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer féll um tæp 20 prósent í kjölfar óánægju fjárfesta með uppgjör verslunarinnar á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Útlit er fyrir erfiðan róður á árinu, að sögn stjórnenda keðjunnar. Viðskipti erlent 9.1.2008 11:22 Snörp dýfa í Kauphöllinni Exista féll um rúm sjö prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og fór í sitt langlægsta gildi frá upphafi. SPRON fylgdi fast á eftir með lækkun upp á tæp sex prósent. Öll önnur fjármálafyrirtæki féllu um3,8 prósent og meira. Viðskipti innlent 9.1.2008 10:07 Hlutabréf niður á Norðurlöndunum Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í evrópskum kauphöllum í dag, þó mest á Norðurlöndunum. Hlutabréf tóku dýfu í Bandaríkjunum í gær eftir að orðrómur fór á kreik að eitt af stærstu fasteignalánafyrirtækjum landsins ætti við lausafjárvanda að stríða og myndi hugsanlega fara í þrot. Viðskipti erlent 9.1.2008 09:42 Fasteignalánarisi í kreppu Viðskiptum með hlutabréf í bandaríska fasteignalánafyrirtækinu Countrywide Financial, einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna í þessu geira, voru stöðvuð til skamms tíma í dag eftir gengi bréfanna féll um rúm sautján prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í kjölfar orðróms að félagið ætlaði að fara fram á greiðslustöðvun. Viðskipti erlent 8.1.2008 19:37 Enn óróleiki á hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan. Viðskipti erlent 7.1.2008 09:20 Óttast hugsanlega efnahagskreppu Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku snarpa dýfu á mörkuðum í dag eftir að í ljós kom að atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig þar í landi í síðasta mánuði nýliðins árs og mælist það nú 5,0 prósent. Þetta er nokku ð meiri aukning en greiningaraðilar spáðu fyrir um en þeir telja niðurstöðuna vísbendingu um hugsanlega harkalega lendingu bandaríska hagkerfisins og jafnvel að efnahagskreppa sé yfirvofandi. Viðskipti erlent 4.1.2008 21:28 Úrvalsvísitalan undir 6.000 stigum Gengi bréfa í Existu hefur fallið um tæp átta prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag og stendur gengið í 17,10 krónum á hlut. Úrvalsvísitalan fór undir 6.000 stigin rétt eftir klukkan ellefu og hefur ekki verið lægri síðan í ágúst í hitteðfyrra. Viðskipti innlent 4.1.2008 11:06 SPRON og Exista enn á niðurleið Gengi bréfa í SPRON og Existu hefur lækkað í Kauphöllinni í dag, annað viðskiptadaginn í röð á árinu. Félögin féllu bæði um sex prósent í gær. SPRON hefur það sem af er dags lækkað um rúmlega 2,5 prósent en Exista um rúmlega 1,5 prósent. Viðskipti innlent 4.1.2008 10:23 Fall í Japan á fyrsta degi Nikkei-vísitalan féll um rúm fjögur prósent á fyrsta viðskiptadegi ársins í kauphöllinni í Japan í dag og hefur hún ekki verið lægri í um 17 mánuði. Inn í fallið spila áhyggjur japanskra fjárfesta um styrkingu jensins, sem geti komið niður á útflutningi, og hátt olíuverð, sem stendur í methæðum. Viðskipti innlent 4.1.2008 09:22 Exista og SPRON falla enn á ný Gengi bréfa í Existu og SPRON héldust í hendur í rúmlega sex prósenta falli í Kauphöllinni í dag. Færeyjabanki féll mest skráðra félaga, um 6,56 prósent og skrapaði sitt lægst lokagildi frá upphafi. Viðskipti innlent 3.1.2008 16:32 Spá lægri verðbólgu í janúar Verðbólga mun fara úr 5,9 prósentum í 5,5 prósent i fyrsta mánuði ársins, að því er fram kemur í mati greiningardeildar Kaupþings sem spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,05 prósent á milli mánaða. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 7,4 prósent. Viðskipti innlent 3.1.2008 12:17 Róleg byrjun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Össur hefur hækkað mest á fyrsta viðskiptadegi ársins í Kauphöllinni, eða um 1,12 prósent. Á eftir fylgja bréf í Glitni, Straumi og Existu, sem féll hratt á síðustu dögum nýliðins árs. Viðskipti innlent 3.1.2008 10:22 Vísitala framleiðsluverðs upp um prósent í nóvember Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um eitt prósent á milli mánaða í nóvember í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Mest hækkað vísitalan fyrir sjávarafurðir, eða um 2,7 prósent. Hún lækkaði hins vegar um 1,1 prósent fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innalands á tímabilinu. Matvælaverð hækkað um 5,2 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 3.1.2008 09:02 Þynnka í upphafi ársins Fjárfestar upplifðu ekkert sérlega góðan dag við upphaf ársins á hlutabréfamörkuðum en lækkun var víða um heim. Árið byrjaði reyndar ágætlega en snerist við eftir að upplýsingar um framleiðslu í Bandaríkjunum. Tölurnar voru nokkuð undir væntingum. Viðskipti erlent 2.1.2008 17:20 Óvissuástand á hlutabréfamarkaði í Pakistan Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört. Viðskipti erlent 2.1.2008 10:56 Vísitölur í Evrópu beggja vegna núllsins - en lokað hér Helstu hlutabréfavísitölur úti í hinum stóra heimi hafa tekið misjafnlega við sér á fyrsta viðskiptadegi ársins. Hlutabréfamarkaðurinn í Kauphöll Íslands er hins vegar lokaður í dag og opnar ekki fyrr en á morgun. Viðskipti innlent 2.1.2008 10:16 Róbert Wessman stór hluthafi í Glitni Salt Investments, félag í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, hefur keypt tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir 7,5 milljarða króna. Með viðskiptunum er félagið orðið 9. stærsti hluthafi bankans. Wessmann segist hafa áhuga á stjórnarsetu í bankanum. Viðskipti innlent 28.12.2007 12:27 Margir nefndir þótt einn sé útvalinn Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Viðskipti innlent 27.12.2007 11:48 Langþráð hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 7,64 prósent skömmu fyrir lokun viðskiptadagsins og skákaði þar með nokkuð vænni og langþráðri hækkun hjá Existu og SPRON. Bæði síðasttöldu félögin hafa horft upp á mikla lækkun í vikunni. Viðskipti innlent 21.12.2007 17:39 Græn jól í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr. Viðskipti erlent 21.12.2007 15:31 Úrvalsvísitalan undir 6.200 stigum Úrvalsvísitalan hefur lækkað viðstöðulaust í heila viku og fór undir 6.200 stigin fyrir nokkrum mínútum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í enda nóvember á síðasta ári. Miðað við þróunina stefnir í rauð jól í Kauphöllinni. Viðskipti innlent 20.12.2007 11:51 « ‹ 45 46 47 48 49 50 51 52 53 … 223 ›
Fyrsta hækkun ársins í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í FL Group rauk yfir tíu prósent þegar mest lét í mikilli uppsveiflu í fyrstu viðskiptum dagsins áður en það gaf eftir fyrir SPRON. Úrvalslvísitalan endaði í plús í fyrsta sinn á árinu í dag. Viðskipti innlent 10.1.2008 16:39
Dræm jólasala í Bandaríkjunum Bandarískar stórverslanir komu heldur verr út úr nýliðnum jólamánuði en vonir stóðu til og eru margir stjórnenda þeirra svartsýnir um framhaldið. Talsverðu munar hins vegar á milli verslana. Viðskipti erlent 10.1.2008 13:40
Forstjóra Bang & Olufsen sparkað Stjórn danska raftækjaframleiðandans Bang & Olufsen rak forstjóra fyrirtækisins í dag. Fyrirtækið birti í gær slakt uppgjör sem olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í félaginu með þeim afleiðingum að markaðsvirðið féll um rúm 25 prósent. Viðskipti erlent 10.1.2008 12:48
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,5 prósentum. Mjög hefur verið þrýst á bankastjórnina að koma til móts við ótta manna um samdrátt í efnahagslífnu og lausafjárskort með lækkun vaxta þrátt fyrir verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Viðskipti erlent 10.1.2008 12:07
Hráolíuverð lækkar þrátt fyrir samdrátt Heimsmarkaðsverð á hráoloíu lækkaði um tæpan dal á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að olíubirgðir í Bandaríkjunum jukust á milli vikna. Þótt eldsneytisbirgðir hafi aukist í landinu hefur heldur dregið úr hráolíubirgðum, sem hafa ekki verið minni í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum bandaríska orkumálaráðuneytisins. Viðskipti erlent 10.1.2008 11:57
Allt á uppleið í Kauphöllinni Gengi Bakkavarar og Færeyjabanka hefur hækkað um rúmlega sex prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins en á eftir fylgja bréf í SPRON, Existu og FL Group sem öll hafa hækkað um rúm fjögur prósent. Viðskipti innlent 10.1.2008 10:16
Söluaukning hjá Sainsbury's Sala jókst um 3,7 prósent hjá stórmarkaðnum Sainsbury's, þriðja stærstu verslanakeðju Bretlands á síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta er nokkuð í takti við spár markaðsaðila. Viðskipti erlent 10.1.2008 09:47
Gróði í álinu Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið á Reyðarfirði, hagnaðist um 632 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 40 milljarða íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta er 76 prósenta aukning á milli ára. Tekjur fyrirtækisins hafa aldrei verið meiri á einu ári þrátt fyrir lægra álverð undir lok árs. Viðskipti erlent 10.1.2008 09:08
Veltumet á skuldabréfamarkaði alla vikuna Veltumet var slegið á skulda- og íbúðabréfamarkaði í gær. Þetta var jafnframt þriðji dagurinn í röð sem metið er slegið, að því er fram kemur í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Þá var veltumet slegið með veltu ríkisbréfa á mánudag og vantaði aðeins 300 milljónir upp á að metið sem slegið var á mánudag hefði verið náð. Viðskipti innlent 9.1.2008 11:52
Óánægja með afkomu Marks & Spencer Gengi hlutabréfabréfa í bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer féll um tæp 20 prósent í kjölfar óánægju fjárfesta með uppgjör verslunarinnar á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Útlit er fyrir erfiðan róður á árinu, að sögn stjórnenda keðjunnar. Viðskipti erlent 9.1.2008 11:22
Snörp dýfa í Kauphöllinni Exista féll um rúm sjö prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og fór í sitt langlægsta gildi frá upphafi. SPRON fylgdi fast á eftir með lækkun upp á tæp sex prósent. Öll önnur fjármálafyrirtæki féllu um3,8 prósent og meira. Viðskipti innlent 9.1.2008 10:07
Hlutabréf niður á Norðurlöndunum Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í evrópskum kauphöllum í dag, þó mest á Norðurlöndunum. Hlutabréf tóku dýfu í Bandaríkjunum í gær eftir að orðrómur fór á kreik að eitt af stærstu fasteignalánafyrirtækjum landsins ætti við lausafjárvanda að stríða og myndi hugsanlega fara í þrot. Viðskipti erlent 9.1.2008 09:42
Fasteignalánarisi í kreppu Viðskiptum með hlutabréf í bandaríska fasteignalánafyrirtækinu Countrywide Financial, einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna í þessu geira, voru stöðvuð til skamms tíma í dag eftir gengi bréfanna féll um rúm sautján prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í kjölfar orðróms að félagið ætlaði að fara fram á greiðslustöðvun. Viðskipti erlent 8.1.2008 19:37
Enn óróleiki á hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hélt áfram að lækka á helstu fjármálamörkuðum í dag og ljóst að fjárfestar hafa ekki átt láni að fagna á nýju ári. Margir telja að í ljósi meira atvinnuleysis í Bandaríkjunum í desember en reiknað hafi verið með séu um helmingslíkur á því að efnahagskreppa dynji yfir þar í landi á næstunni og geti það haft víðtæk áhrif um heim allan. Viðskipti erlent 7.1.2008 09:20
Óttast hugsanlega efnahagskreppu Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku snarpa dýfu á mörkuðum í dag eftir að í ljós kom að atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig þar í landi í síðasta mánuði nýliðins árs og mælist það nú 5,0 prósent. Þetta er nokku ð meiri aukning en greiningaraðilar spáðu fyrir um en þeir telja niðurstöðuna vísbendingu um hugsanlega harkalega lendingu bandaríska hagkerfisins og jafnvel að efnahagskreppa sé yfirvofandi. Viðskipti erlent 4.1.2008 21:28
Úrvalsvísitalan undir 6.000 stigum Gengi bréfa í Existu hefur fallið um tæp átta prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag og stendur gengið í 17,10 krónum á hlut. Úrvalsvísitalan fór undir 6.000 stigin rétt eftir klukkan ellefu og hefur ekki verið lægri síðan í ágúst í hitteðfyrra. Viðskipti innlent 4.1.2008 11:06
SPRON og Exista enn á niðurleið Gengi bréfa í SPRON og Existu hefur lækkað í Kauphöllinni í dag, annað viðskiptadaginn í röð á árinu. Félögin féllu bæði um sex prósent í gær. SPRON hefur það sem af er dags lækkað um rúmlega 2,5 prósent en Exista um rúmlega 1,5 prósent. Viðskipti innlent 4.1.2008 10:23
Fall í Japan á fyrsta degi Nikkei-vísitalan féll um rúm fjögur prósent á fyrsta viðskiptadegi ársins í kauphöllinni í Japan í dag og hefur hún ekki verið lægri í um 17 mánuði. Inn í fallið spila áhyggjur japanskra fjárfesta um styrkingu jensins, sem geti komið niður á útflutningi, og hátt olíuverð, sem stendur í methæðum. Viðskipti innlent 4.1.2008 09:22
Exista og SPRON falla enn á ný Gengi bréfa í Existu og SPRON héldust í hendur í rúmlega sex prósenta falli í Kauphöllinni í dag. Færeyjabanki féll mest skráðra félaga, um 6,56 prósent og skrapaði sitt lægst lokagildi frá upphafi. Viðskipti innlent 3.1.2008 16:32
Spá lægri verðbólgu í janúar Verðbólga mun fara úr 5,9 prósentum í 5,5 prósent i fyrsta mánuði ársins, að því er fram kemur í mati greiningardeildar Kaupþings sem spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,05 prósent á milli mánaða. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 7,4 prósent. Viðskipti innlent 3.1.2008 12:17
Róleg byrjun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Össur hefur hækkað mest á fyrsta viðskiptadegi ársins í Kauphöllinni, eða um 1,12 prósent. Á eftir fylgja bréf í Glitni, Straumi og Existu, sem féll hratt á síðustu dögum nýliðins árs. Viðskipti innlent 3.1.2008 10:22
Vísitala framleiðsluverðs upp um prósent í nóvember Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um eitt prósent á milli mánaða í nóvember í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Mest hækkað vísitalan fyrir sjávarafurðir, eða um 2,7 prósent. Hún lækkaði hins vegar um 1,1 prósent fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innalands á tímabilinu. Matvælaverð hækkað um 5,2 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 3.1.2008 09:02
Þynnka í upphafi ársins Fjárfestar upplifðu ekkert sérlega góðan dag við upphaf ársins á hlutabréfamörkuðum en lækkun var víða um heim. Árið byrjaði reyndar ágætlega en snerist við eftir að upplýsingar um framleiðslu í Bandaríkjunum. Tölurnar voru nokkuð undir væntingum. Viðskipti erlent 2.1.2008 17:20
Óvissuástand á hlutabréfamarkaði í Pakistan Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört. Viðskipti erlent 2.1.2008 10:56
Vísitölur í Evrópu beggja vegna núllsins - en lokað hér Helstu hlutabréfavísitölur úti í hinum stóra heimi hafa tekið misjafnlega við sér á fyrsta viðskiptadegi ársins. Hlutabréfamarkaðurinn í Kauphöll Íslands er hins vegar lokaður í dag og opnar ekki fyrr en á morgun. Viðskipti innlent 2.1.2008 10:16
Róbert Wessman stór hluthafi í Glitni Salt Investments, félag í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, hefur keypt tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir 7,5 milljarða króna. Með viðskiptunum er félagið orðið 9. stærsti hluthafi bankans. Wessmann segist hafa áhuga á stjórnarsetu í bankanum. Viðskipti innlent 28.12.2007 12:27
Margir nefndir þótt einn sé útvalinn Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Viðskipti innlent 27.12.2007 11:48
Langþráð hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 7,64 prósent skömmu fyrir lokun viðskiptadagsins og skákaði þar með nokkuð vænni og langþráðri hækkun hjá Existu og SPRON. Bæði síðasttöldu félögin hafa horft upp á mikla lækkun í vikunni. Viðskipti innlent 21.12.2007 17:39
Græn jól í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr. Viðskipti erlent 21.12.2007 15:31
Úrvalsvísitalan undir 6.200 stigum Úrvalsvísitalan hefur lækkað viðstöðulaust í heila viku og fór undir 6.200 stigin fyrir nokkrum mínútum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í enda nóvember á síðasta ári. Miðað við þróunina stefnir í rauð jól í Kauphöllinni. Viðskipti innlent 20.12.2007 11:51
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent