Viðskipti Olíuverðið nálægt hæstu hæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í tæpa 110 dali á tunnu í nótt . Það hefur lækkað lítillega og stendur nú í um 109 dölum. Verðið hefur aldrei verið hærra. Lækkun á gengi bandaríkjadals skýrir verðhækkunina á olíudropanum upp á síðkastið auk þess sem fjárfestar hafa í auknum mæli fest fé sitt á hrávörumarkaði eftir því sem hallað hefur undan fæti á hlutabréfamarkaði. Viðskipti erlent 12.3.2008 11:04 Sprettur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í FL Group og SPRON rauk upp um 3,35 prósent á fyrstu tveimur mínútunum í Kauphöllinni í dag. Heildarviðskiptin á þessum fyrstu mínútum námu 8,5 milljörðum króna. Til samanburðar námu viðskiptin aðeins 1,8 milljörðum króna allan mánudag.Heldur hefur blásið í hlutabréfaveltuna eftir því sem lengra hefur liðið frá upphafi viðskiptadagsins. Viðskipti innlent 12.3.2008 10:03 Íslenskar eignir á uppleið erlendis Fjárfestar víða um heim virðast almennt ánægðir með aðgerðir bandaríska seðlabankans gegn lausafjárþurrðinni. Bréf í Kaupþingi, sem skráð eru í Svíþjóð, hefur hækkað um rúmt prósent. Finnska fjármálafyrirtækið Sampo, sem Exista á 20 prósent í, hefur hækkað um tæp 1,4 prósent í dag. Viðskipti innlent 12.3.2008 09:04 Olíuverðið skaust í sögulegar hæðir Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Enn einn skellur var á bandarískum hlutabréfamarkaði sem endurspeglar dræmar horfur fjárfesta í efnahagsmálum. Viðskipti erlent 10.3.2008 21:29 Mánudagsmæða á öllum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hefur lækkað á mörkuðum í Asíu og í Evrópu í dag. Fjárfestar í Asíu hafa vaxandi áhyggjur af stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum sem geti haft áhrif á helstu viðskiptalönd, sérstaklega í Asíu. Viðskipti erlent 10.3.2008 09:39 Seðlabankastjórarnir ósammála Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður undrast vaxtaákvörðunarstefnu evrópska seðlabankans. Bandaríski bankinn hefur lækkað stýrivexti ört frá því seint á síðasta ári, þar af um 1,5 prósent frá áramótum, til að komast hjá efnahagssamdrætti og fylla í lausafjárþurrðina sem hefur plagað banka og fjármálafyrirtæki. Evrópski bankinn hefur á sama tíma haldið stýrivöxtunum óbreyttum á sama tíma. Viðskipti erlent 8.3.2008 08:19 Gengi SPRON aldrei lægra Gengi hlutabréfa í SPRON hefur fallið um rúm fjögur prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengið stendur í 5,0 krónum á hlut og hefur það aldrei verið lægra. Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan um miðjan nóvember árið 2005. Viðskipti innlent 7.3.2008 10:19 Óbreyttir stýrivextir í Japan í skugga gengisfalls Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum þrátt fyrir lausafjárþurrð og mikla gengislækkun í kauphöllinni í Tókýó. Nikkei-vísitalan féll um 3,3 prósent í morgun. Viðskipti erlent 7.3.2008 09:16 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað um hádegisbil í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 4 prósentum. Þetta er í samræmi við spár en þvert á vaxtaþróunina í Bandaríkjunum og í Kanada. Þar hafa seðlabankar lækkað vextina umtalsvert í kjölfar lausafjárþurrðar og hrakspár um hugsanlegan efnahagssamdrátt. Þá hafa Bretar sömuleiðis lækkað stýrivexti af sömu sökum þrátt fyrir að hafa ákveðið að halda þeim óbreyttum í dag. Viðskipti erlent 6.3.2008 12:57 Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi Englandsbanki ákvað eftir fund sinn í dag að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar markaðsaðila. Viðskipti erlent 6.3.2008 12:18 Evran í hæstu hæðum Gengi evru hefur styrkst nokkuð í dag en hún kostar nú rúma 101 krónu og hefur sjaldan verið dýrari. Að sama skapi hefur hún aldrei verið dýrari gagnvart bandaríkjadal. Viðskipti innlent 6.3.2008 11:09 Færeyingar hækka mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,34 prósent frá því viðskiptadagurinn hófst í Kauphöllinni í dag. Byrjun dags hefur verið með rólegasta móti en hreyfingar aðeins á átta fyrirtækjum í Kauphöllinni. Viðskipti innlent 6.3.2008 10:28 Vísitala afurða í stóriðju lækkar um 16,8 prósent Vísitala framleiðsluverð var 3,1 prósenti lægra í janúar á þessu ári en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Verðvísitala afurði í stóriðju lækkaði um 16,8 prósent á meðan vísitala sjávarafurða hækkaði um 3,4 prósent og matvælaframleiðslu um 4,3 prósent. Gengi krónunnar spilar stóra rullu í afurðaverðinu. Viðskipti innlent 6.3.2008 09:03 Peningaskápurinn ... Eins og kunnugt er hafnaði breskur dómsstóll frávísunarkröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í meiðyrðamáli hans og Jóns Ólafssonar í vikubyrjun. Viðskipti innlent 5.3.2008 21:50 Olíuframleiðslan óbreytt þrátt fyrir verðhækkanir Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúma þrjú prósent og fór í 102 dali á tunni í dag eftir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) ákváðu á fundi sínum í Vín í Austurríki að halda framleiðslunni óbreyttri. Viðskipti erlent 5.3.2008 16:39 Lánshæfishorfur ríkisins versna Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur fært lánshæfishorfur ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Ástæðan er nýleg lækkun á lánshæfismati íslensku bankanna. Staða ríkissjóðs er sögð sterk enda skuldir þess nánast engar. Viðskipti innlent 5.3.2008 11:56 Verðbólga mælist 3,5 prósent innan OECD Verðbólga mældist 3,5 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í janúar, samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar, sem birtar voru í dag. Verðbólgan hér var 5,8 prósent á sama tíma. Mesta verðbólgan var í Tyrklandi en minnst í Japan, Viðskipti innlent 5.3.2008 11:35 Kaupþing og aðrir bankar á uppleið Gengi Kaupþings hækkaði um rúm 1,7 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu allir íslensku bankarnir og fjármálafyrirtækin en gengi þeirra allra hefur hækkað um rúmt prósent. Viðskipti innlent 5.3.2008 10:14 Dollarinn stígur upp af botninum Gengi bandaríkjadals hefur styrkst lítillega í dag gagnvart evru, sem hefur veikst lítilleg á móti. Dollarinn var í sögulegum botni gagnvart evrunni á mánudag og kostaði ein evra þá 1,528 dali og hafði aldrei verið dýrari. Væntingar um hugsanlega veikingu evrunnar á næstu misserum eiga sinn þátt í þróuninni. Viðskipti erlent 5.3.2008 09:18 HSBC afskrifar 1.100 milljarða króna Breski bankinn HSBC, einn af stærstu bönkum Evrópu, hagnaðist um 12,2 milljarða punda, jafnvirði 1.600 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er tíu prósenta aukning frá í hitteðfyrra. Viðskipti erlent 3.3.2008 09:33 Innkalla næstum allar tegundir Heparin Einungis einum degi eftir að bandaríska lyfjafyrirtækið Baxter innkallaði blóðþynningalyfið Heparin kom í ljós að einn sjúklingur til viðbótar hafði látið lífið af völdum þess. Viðskipti erlent 2.3.2008 21:06 Er Heathrow tilbúinn fyrir flugtak? Flugstöðvarbygging 5 á Heathrow flugvelli í London hefur kostað 285 milljarða króna og tekið 60 þúsund iðnaðarmenn sex ár í byggingu. Nú er innan við mánuður þar til fyrirhugað er að Elísabet Bretadrottning opni bygginguna. Bresku flugmálayfirvöldin BAA vonast til að flugstöðvarbyggingin muni sanna fyrir umheiminum að þau séu fær um að koma flugvellinum aftur á kortið sem góðum flugvelli. Viðskipti erlent 2.3.2008 12:14 Mannleg mistök orsökuðu rafmagnsleysi 2,5 milljón manns Bandaríska orkufyrirtækið Florida Power and Light segir mannleg mistök hafa átt sér stað þegar meira en tvær og hálf milljón viðskiptavina þeirra urðu rafmagnslausir vegna bilunar. Tveggja síðna bráðabirgðaskýrsla var gefin út um málið þar sem sökinni er skellt á viðgerðarmann sem var að rannsaka bilaðan rofa í rafstöð vestur af Miami. Viðskipti erlent 1.3.2008 15:47 Deilur vegna samnings um eldsneytisflugvélar Deilur hafa sprottið upp í bandaríska þinginu vegna samnings sem gerður hefur verið við evrópska flugvélaframleiðandann Airbus og Northrop Grumman um framleiðslu eldsneytisflugvéla fyrir bandaríska herinn. Þingmenn frá Washington og Kansas eru æfareiðir vegna samningsins en í ríkjum þeirra eru einmitt verksmiðjur Boeing flugvélaframleiðandans. Viðskipti erlent 1.3.2008 13:49 Skellur á bandarískum hlutabréfamarkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um heil 200 stig, rúmt prósentustig við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Heldur blés í lækkunina eftir því sem á leið og féllu helstu vísitölurnar um 1,8 prósent að meðaltali rúmum klukkutíma síðar. Viðskipti erlent 29.2.2008 15:56 Straumur hækkar mest í Kauphöllinni Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað um tæp 1,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi banka og fjármálafyrirtækja að Atlantic Petroleum undanskildu. Gengi bréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 1,12 prósent, Existu um 1,08 prósent, Atlantic Petroleum um 0,76 prósent, í Glitni um 0,6 og Kaupþing um 0,55 prósent. Viðskipti innlent 29.2.2008 10:31 Tryggingarisi tapar 348 milljörðum króna Bandaríski trygginga- og fjárfestingarrisinn AIG tapaði 5,3 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 348 milljörðum íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er mesta tap í sögu fyrirtækisins og langt undir væntingum markaðsaðila. Mestu munar um afskriftir fyrirtækisins á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum. Viðskipti erlent 29.2.2008 09:36 Novator með tvo í Elisu Samningar hafa tekist um að Novator fái tvo fulltrúa í stjórn finnska fjarskiptafyrirtækisins Elisa. Novator hefur sóst eftir stjórnarsæti um nokkurt skeið. Viðskipti innlent 28.2.2008 14:34 Nauðsynlegt að koma stöðugleika á og draga úr kostnaði Stöðugleika íslensks efnahagslífs stafar ógn af hræringum á erlendum fjármálamörkuðum og verður það verkefni stjórnvalda á næstunni að koma á stöðugleika á nýjan leik. Upptaka evru er ekki einn af kostunum í stöðunni nú um stundir. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um íslenskt efnahagslíf sem birt var í dag. Viðskipti innlent 28.2.2008 10:27 SPRON fellur um rúm tvö prósent Gengi bréfa í SPRON féll um 2,25 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag og stendur það í 5,65 krónum á hlut. SPRON samþykkti á aðalfundi bankans í gær að greiða helming hagnaðar síðasta árs út í arð og skýrir það lækkunina í dag. Viðskipti innlent 28.2.2008 10:17 « ‹ 40 41 42 43 44 45 46 47 48 … 223 ›
Olíuverðið nálægt hæstu hæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í tæpa 110 dali á tunnu í nótt . Það hefur lækkað lítillega og stendur nú í um 109 dölum. Verðið hefur aldrei verið hærra. Lækkun á gengi bandaríkjadals skýrir verðhækkunina á olíudropanum upp á síðkastið auk þess sem fjárfestar hafa í auknum mæli fest fé sitt á hrávörumarkaði eftir því sem hallað hefur undan fæti á hlutabréfamarkaði. Viðskipti erlent 12.3.2008 11:04
Sprettur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í FL Group og SPRON rauk upp um 3,35 prósent á fyrstu tveimur mínútunum í Kauphöllinni í dag. Heildarviðskiptin á þessum fyrstu mínútum námu 8,5 milljörðum króna. Til samanburðar námu viðskiptin aðeins 1,8 milljörðum króna allan mánudag.Heldur hefur blásið í hlutabréfaveltuna eftir því sem lengra hefur liðið frá upphafi viðskiptadagsins. Viðskipti innlent 12.3.2008 10:03
Íslenskar eignir á uppleið erlendis Fjárfestar víða um heim virðast almennt ánægðir með aðgerðir bandaríska seðlabankans gegn lausafjárþurrðinni. Bréf í Kaupþingi, sem skráð eru í Svíþjóð, hefur hækkað um rúmt prósent. Finnska fjármálafyrirtækið Sampo, sem Exista á 20 prósent í, hefur hækkað um tæp 1,4 prósent í dag. Viðskipti innlent 12.3.2008 09:04
Olíuverðið skaust í sögulegar hæðir Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Enn einn skellur var á bandarískum hlutabréfamarkaði sem endurspeglar dræmar horfur fjárfesta í efnahagsmálum. Viðskipti erlent 10.3.2008 21:29
Mánudagsmæða á öllum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hefur lækkað á mörkuðum í Asíu og í Evrópu í dag. Fjárfestar í Asíu hafa vaxandi áhyggjur af stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum sem geti haft áhrif á helstu viðskiptalönd, sérstaklega í Asíu. Viðskipti erlent 10.3.2008 09:39
Seðlabankastjórarnir ósammála Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður undrast vaxtaákvörðunarstefnu evrópska seðlabankans. Bandaríski bankinn hefur lækkað stýrivexti ört frá því seint á síðasta ári, þar af um 1,5 prósent frá áramótum, til að komast hjá efnahagssamdrætti og fylla í lausafjárþurrðina sem hefur plagað banka og fjármálafyrirtæki. Evrópski bankinn hefur á sama tíma haldið stýrivöxtunum óbreyttum á sama tíma. Viðskipti erlent 8.3.2008 08:19
Gengi SPRON aldrei lægra Gengi hlutabréfa í SPRON hefur fallið um rúm fjögur prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengið stendur í 5,0 krónum á hlut og hefur það aldrei verið lægra. Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan um miðjan nóvember árið 2005. Viðskipti innlent 7.3.2008 10:19
Óbreyttir stýrivextir í Japan í skugga gengisfalls Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum þrátt fyrir lausafjárþurrð og mikla gengislækkun í kauphöllinni í Tókýó. Nikkei-vísitalan féll um 3,3 prósent í morgun. Viðskipti erlent 7.3.2008 09:16
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað um hádegisbil í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 4 prósentum. Þetta er í samræmi við spár en þvert á vaxtaþróunina í Bandaríkjunum og í Kanada. Þar hafa seðlabankar lækkað vextina umtalsvert í kjölfar lausafjárþurrðar og hrakspár um hugsanlegan efnahagssamdrátt. Þá hafa Bretar sömuleiðis lækkað stýrivexti af sömu sökum þrátt fyrir að hafa ákveðið að halda þeim óbreyttum í dag. Viðskipti erlent 6.3.2008 12:57
Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi Englandsbanki ákvað eftir fund sinn í dag að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar markaðsaðila. Viðskipti erlent 6.3.2008 12:18
Evran í hæstu hæðum Gengi evru hefur styrkst nokkuð í dag en hún kostar nú rúma 101 krónu og hefur sjaldan verið dýrari. Að sama skapi hefur hún aldrei verið dýrari gagnvart bandaríkjadal. Viðskipti innlent 6.3.2008 11:09
Færeyingar hækka mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,34 prósent frá því viðskiptadagurinn hófst í Kauphöllinni í dag. Byrjun dags hefur verið með rólegasta móti en hreyfingar aðeins á átta fyrirtækjum í Kauphöllinni. Viðskipti innlent 6.3.2008 10:28
Vísitala afurða í stóriðju lækkar um 16,8 prósent Vísitala framleiðsluverð var 3,1 prósenti lægra í janúar á þessu ári en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Verðvísitala afurði í stóriðju lækkaði um 16,8 prósent á meðan vísitala sjávarafurða hækkaði um 3,4 prósent og matvælaframleiðslu um 4,3 prósent. Gengi krónunnar spilar stóra rullu í afurðaverðinu. Viðskipti innlent 6.3.2008 09:03
Peningaskápurinn ... Eins og kunnugt er hafnaði breskur dómsstóll frávísunarkröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í meiðyrðamáli hans og Jóns Ólafssonar í vikubyrjun. Viðskipti innlent 5.3.2008 21:50
Olíuframleiðslan óbreytt þrátt fyrir verðhækkanir Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúma þrjú prósent og fór í 102 dali á tunni í dag eftir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) ákváðu á fundi sínum í Vín í Austurríki að halda framleiðslunni óbreyttri. Viðskipti erlent 5.3.2008 16:39
Lánshæfishorfur ríkisins versna Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur fært lánshæfishorfur ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Ástæðan er nýleg lækkun á lánshæfismati íslensku bankanna. Staða ríkissjóðs er sögð sterk enda skuldir þess nánast engar. Viðskipti innlent 5.3.2008 11:56
Verðbólga mælist 3,5 prósent innan OECD Verðbólga mældist 3,5 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í janúar, samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar, sem birtar voru í dag. Verðbólgan hér var 5,8 prósent á sama tíma. Mesta verðbólgan var í Tyrklandi en minnst í Japan, Viðskipti innlent 5.3.2008 11:35
Kaupþing og aðrir bankar á uppleið Gengi Kaupþings hækkaði um rúm 1,7 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu allir íslensku bankarnir og fjármálafyrirtækin en gengi þeirra allra hefur hækkað um rúmt prósent. Viðskipti innlent 5.3.2008 10:14
Dollarinn stígur upp af botninum Gengi bandaríkjadals hefur styrkst lítillega í dag gagnvart evru, sem hefur veikst lítilleg á móti. Dollarinn var í sögulegum botni gagnvart evrunni á mánudag og kostaði ein evra þá 1,528 dali og hafði aldrei verið dýrari. Væntingar um hugsanlega veikingu evrunnar á næstu misserum eiga sinn þátt í þróuninni. Viðskipti erlent 5.3.2008 09:18
HSBC afskrifar 1.100 milljarða króna Breski bankinn HSBC, einn af stærstu bönkum Evrópu, hagnaðist um 12,2 milljarða punda, jafnvirði 1.600 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er tíu prósenta aukning frá í hitteðfyrra. Viðskipti erlent 3.3.2008 09:33
Innkalla næstum allar tegundir Heparin Einungis einum degi eftir að bandaríska lyfjafyrirtækið Baxter innkallaði blóðþynningalyfið Heparin kom í ljós að einn sjúklingur til viðbótar hafði látið lífið af völdum þess. Viðskipti erlent 2.3.2008 21:06
Er Heathrow tilbúinn fyrir flugtak? Flugstöðvarbygging 5 á Heathrow flugvelli í London hefur kostað 285 milljarða króna og tekið 60 þúsund iðnaðarmenn sex ár í byggingu. Nú er innan við mánuður þar til fyrirhugað er að Elísabet Bretadrottning opni bygginguna. Bresku flugmálayfirvöldin BAA vonast til að flugstöðvarbyggingin muni sanna fyrir umheiminum að þau séu fær um að koma flugvellinum aftur á kortið sem góðum flugvelli. Viðskipti erlent 2.3.2008 12:14
Mannleg mistök orsökuðu rafmagnsleysi 2,5 milljón manns Bandaríska orkufyrirtækið Florida Power and Light segir mannleg mistök hafa átt sér stað þegar meira en tvær og hálf milljón viðskiptavina þeirra urðu rafmagnslausir vegna bilunar. Tveggja síðna bráðabirgðaskýrsla var gefin út um málið þar sem sökinni er skellt á viðgerðarmann sem var að rannsaka bilaðan rofa í rafstöð vestur af Miami. Viðskipti erlent 1.3.2008 15:47
Deilur vegna samnings um eldsneytisflugvélar Deilur hafa sprottið upp í bandaríska þinginu vegna samnings sem gerður hefur verið við evrópska flugvélaframleiðandann Airbus og Northrop Grumman um framleiðslu eldsneytisflugvéla fyrir bandaríska herinn. Þingmenn frá Washington og Kansas eru æfareiðir vegna samningsins en í ríkjum þeirra eru einmitt verksmiðjur Boeing flugvélaframleiðandans. Viðskipti erlent 1.3.2008 13:49
Skellur á bandarískum hlutabréfamarkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um heil 200 stig, rúmt prósentustig við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Heldur blés í lækkunina eftir því sem á leið og féllu helstu vísitölurnar um 1,8 prósent að meðaltali rúmum klukkutíma síðar. Viðskipti erlent 29.2.2008 15:56
Straumur hækkar mest í Kauphöllinni Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað um tæp 1,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi banka og fjármálafyrirtækja að Atlantic Petroleum undanskildu. Gengi bréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 1,12 prósent, Existu um 1,08 prósent, Atlantic Petroleum um 0,76 prósent, í Glitni um 0,6 og Kaupþing um 0,55 prósent. Viðskipti innlent 29.2.2008 10:31
Tryggingarisi tapar 348 milljörðum króna Bandaríski trygginga- og fjárfestingarrisinn AIG tapaði 5,3 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 348 milljörðum íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er mesta tap í sögu fyrirtækisins og langt undir væntingum markaðsaðila. Mestu munar um afskriftir fyrirtækisins á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum. Viðskipti erlent 29.2.2008 09:36
Novator með tvo í Elisu Samningar hafa tekist um að Novator fái tvo fulltrúa í stjórn finnska fjarskiptafyrirtækisins Elisa. Novator hefur sóst eftir stjórnarsæti um nokkurt skeið. Viðskipti innlent 28.2.2008 14:34
Nauðsynlegt að koma stöðugleika á og draga úr kostnaði Stöðugleika íslensks efnahagslífs stafar ógn af hræringum á erlendum fjármálamörkuðum og verður það verkefni stjórnvalda á næstunni að koma á stöðugleika á nýjan leik. Upptaka evru er ekki einn af kostunum í stöðunni nú um stundir. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um íslenskt efnahagslíf sem birt var í dag. Viðskipti innlent 28.2.2008 10:27
SPRON fellur um rúm tvö prósent Gengi bréfa í SPRON féll um 2,25 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag og stendur það í 5,65 krónum á hlut. SPRON samþykkti á aðalfundi bankans í gær að greiða helming hagnaðar síðasta árs út í arð og skýrir það lækkunina í dag. Viðskipti innlent 28.2.2008 10:17
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent