Madeleine McCann

Tveir yfirheyrðir aftur vegna mannráns Madeleine
Portúgalska lögreglan er nú að yfirheyra tvo aðila vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Fólkið mun vera yfirheyrt sem vitni og hefur áður verið kallað til yfirheyrslu vegna málsins. Á fréttavef Sky segir að Robert Murat sé ekki annar aðilanna. Kate og Gerry foreldrar Madeleine eru nú í Fatima í Portúgal þar sem þau heimsækja heilagt hof.

Tilfinningaþrungin stund föður Madeleine í heimabænum
Það var tilfinningaþrungin stund þegar Gerry McCann faðir Madeleine heimsótti torgið í Rothley heimabæ fjölskyldunnar í Leicestershire. Nú eru 19 dagar frá því stúlkan hvarf í sumarleyfisbænum Praia de Luz í Portúgal. Torgið í Rothley er alþakið gulum borðum sem íbúar bæjarins hafa bundið á tré, bekki, umferðarmerki og á grasflötina sjálfa. Gerry er nú kominn aftur til Portúgal.

Kallað eftir ljósmyndum frá Praia de Luz
Breska lögreglan hefur biðlað til almennings um að fá sendar myndir af sumarleyfisstaðnum Praia de Luz og nágrenni í Portúgal. Óskað er eftir myndum á tölvutæku formi frá tveggja vikna tímabili áður en Madeline McCann var rænt þann 3. maí. Helst eru það myndir með ókunnugum í bakgrunni sem lögreglan er á höttunum eftir.

Faðir Madeleine aftur til Bretlands
Faðir Madeleine litlu sem rænt var í Portúgal í byrjun mánaðarins er nú kominn til Bretlands í stutta heimsókn. Gerry McCann mun nota ferðina til að hitta skipuleggjendur sjóðs vegna leitarinnar að stúlkunni. Þá mun hann undirbúa frekari dvöl í Portúgal og sækja myndir og myndbönd af Maddie til nota fyrir herferðina.

Búist við að fjöldi fylgist með myndbandi af Madeleine
Búist er við því að hálfur milljarður áhorfenda muni fylgjast með þegar myndband með bresku telpunni Madeleine McCann verður sýnt í beinni útsendingu á meðan úrslitaleikur ensku bikarkeppninnnar verður leikinn í dag.

50 milljónir hafa heimsótt vefsíðu Madeleine
Vefsíða sem sett var á laggirnar til að hjálpa við leitina á Madeleine McCann hefur fengið meira en 50 milljónir heimsókna. Fjölþjóðleg fyrirtæki á borð við BP, McDonalds og alþjóðlega matvöruverslunarkeðjan Carrefour styðja leitina með því að dreyfa myndum í Evrópu af stúlkunni. Maddie var rænt í Portúgal 3. Maí síðastliðinn og varð fjögurra ára í síðustu viku.

Rússi tekinn til yfirheyrslu vegna Madeleine
Lögregla í Portúgal hefur tekið 22 ára rússa til yfirheyrslu vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn er tölvunarfræðingur og kunningi Roberts Murat sem yfirheyrður var fyrr í vikunni. Hann hjálpaði Murat meðal annars við að setja upp internetsíðu. Sky fréttastofan greinir frá því að lögregla hafi leitað á heimili mannsins sem heitir Sergey Malinka. Hann býr í hverfi innan Praia de Luz, þaðan sem Madelein hvarf fyrir tveimur vikum.

Bretanum hefur verið sleppt
Portúgalska lögreglan greindi frá því nú síðdegis að ekki væru nægar vísbendingar til að ákæra breskan mann vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn var handtekinn í gærkvöld en hann er búsettur nærri hótelinu í Praia De Luz á Algarve þaðan sem hin fjögurra ára gamla telpan var numin á brott.

Skortir sönnunargögn til að handtaka meintan ræningja Madeleine
Portúgalska lögreglan tilkynnti á blaðamannafundi fyrir skömmu að hún hefði ekki næg sönnunargögn til að handtaka Robert Murat meintan ræningja Madeleine McCann, fögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Lögreglan handtók Robert í gær en hann 41 árs gamall Breti búsettur í Portúgal.

Breti grunaður um að hafa rænt Madeleine
Portúgalska lögreglan hefur handtekið mann sem grunur leikur á að tengist hvarfinu á Madeleine McCann, fjögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Maðurinn er breskur ríkisborgari og býr hann með móður sinni skammt frá hótelinu sem Madeleine var rænt af.

Lögreglan í Portúgal með mann í haldi
Robert Murat, maðurinn sem var yfirheyrður í gær vegna hvarfs Madeleine McCann, hefur réttarstöðu grunaðs manns samkvæmt nýjustu fregnum. Lögreglan hóf leit á heimili hans í gær eftir vísbendingu frá blaðakonu Sunday Mirror.

Þrír yfirheyrðir vegna Madeleine
Lögreglan í Portúgal yfirheyrði í gær þrjá einstaklinga og leituðu í húsi rúma hundrað metra frá íbúðinni sem fjölskylda Madeleine McCann dvaldi í.

Túlkur í yfirheyrslu vegna hvarfs Madeleine
Fréttastofa Sky greindi frá því nú rétt í þessu að maður hefði verið færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Portúgal vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Verið er að leita í húsi sem er stutt þaðan sem hin þriggja ára gamla stúlka hvarf. Maðurinn mun vera túlkur og hafði sagt fólki að hann væri að aðstoða lögregluna við rannsóknina.

Fara ekki heim fyrr en Maddie er fundin
Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem rænt var í Portúgal fyrir tæpum tveimur vikum, eru viss um að dóttir þeirra sé heil á húfi og ætla ekki að snúa aftur til Bretlands fyrr en hún er komin í leitirnar. Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er á meðal þeirra sem lofað hafa þeim fé sem varpað geta ljósi á hvarf Madeleine.

Eggert styður leitina að Madeleine McCann
Eggert Magnússon, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, er í hópi þeirra sem heitið hafa fjármunum fyrir upplýsingar sem leitt geta til þess að breska stúlkan Madeleine McCann finnist.

319 milljónir í boði fyrir upplýsingar um Madeleine
Menn keppast nú við að bjóða verðlaun til handa þeim sem gefið gæti upplýsingar um hvar Madeleine McCann, er niðurkomin. 319 milljónir íslenskra króna, eru nú í boði fyrir upplýsingar sem varpað gætu ljósi á málið.

Verðlaunafé boðið
Breskur auðjöfur hefur heitið jafnvirði tæplega hundrað og þrjátíu milljóna króna fyrir upplýsingar sem gætu leitt lögreglu í Portúgal að þriggja ára breskri stúlku sem hvarf þar fyrir rúmri viku. Leitin að Madelein McCann hefur ekki borið árangur og portúgalska lögreglan hefur dregið úr umfangi hennar.

Beckham biðlar til mannræningja
David Beckham mun í dag biðla til mannræningja hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal í síðustu viku. Eftir æfingu með liði hans Real Madrid á Spáni í dag mun hann taka upp skilaboð segir á fréttavef Sky.

Heitir milljón pundum fyrir Madeleine
Breskur fjármálamaður hefur heitið milljón pundum fyrir upplýsingar sem gætu leitt til fundar hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal í síðustu viku. Stephen Winyard sem er eigandi heilsustöðvar í Skotlandi, bauð fjárhæðina í breska dagblaðinu Times.

Portúgal: Meiriháttar upplýsingar í rannsókn tilkynntar
Sýnt verður beint frá blaðamannafundi Lögreglunnar í Portúgal klukkan 17.30 að íslenskum tíma á visir.is. Búist er við að upplýst verði um meiriháttar umskipti í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann. Stúlkan var numin á brott af hótelherbergi sínu fyrir viku og hefur leit staðið yfir síðan. Fundurinn fer fyrst fram á portúgölsku og síðan ensku.

Tveir karlar og kona grunuð um aðild að hvarfi Madeleine
Portúgalska lögreglan hefur þrjár manneskjur grunaðar um að vera valdar að hvarfi Madeleine McCann í Portúgal fyrir viku síðan. Samkvæmt fréttastofu Sky er lögreglan að kanna aðild tveggja manna og konu, sem sáust með telpu sem svipar til Madeleine, að málinu.

Madeleine McCann enn ófundin
Enn hefur ekkert spurst til litlu bresku telpunnar sem rænt var á Algarve í Portúgal fyrir viku síðan. Foreldrar hennar segjast enn vongóðir um að hún finnist heil á húfi.

Portúgalska lögreglan sögð gera sitt besta
Sendiherra Breta í Portúgal segir að portúgalska lögreglan sé að gera sitt besta í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann, þriggja ára telpunnar sem hvarf fyrir sex dögum síðan.

Grátbiður stúlkunni vægðar
Ekkert hefur enn spurst til Madeleine McCann, þriggja ára gamallar breskrar stúlku sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal á fimmtudagskvöld. Talið er að stúlkunni hafi verið rænt og grátbað móðir hennar ræningjana að meiða hana hvorki né hræða í átakanlegu ákalli sem sjónvarpað var í Portúgal í gær.

Interpol rannsakar nú hvarf stúlku í Portúgal
Kate McCann, móðir Madeleine litlu, þriggja ára stelpunnar, sem rænt var í Portúgal í fimmtudagskvöld, grátbað í dag ræningja hennar að meiða hana ekki eða hræða. Hún bað þá sem rændu henni að láta vita hvar hægt væri að finna hana. Á blaðamannafundi portúgölsku lögreglunnar í kvöld kom fram að Alþjóðalögreglan Interpol tæki nú þátt í rannsókn málsins og allt gert til að finna stúlkuna.

Ekki meiða Maddie
Kate McCann, Móðir Madeleine litlu, þriggja ára stelpunnar, sem rænt var í Portúgal í fimmtudagskvöld, grátbað í dag ræningja hennar að meiða hana ekki eða hræða. Hún bað þá sem rændu henni að láta vita hvar hægt væri að finna hana. "Setjið hana á einhvern öruggan stað og látið einhvern vita hvar," sagði hún í átakanlegu ákalli, sem var sjónvarpað. Portúgalska lögreglan hefur grun um að ræninginn sé breskur. Margir sjónarvottar hafa skýrt frá því að þeir hafi séð hálfsköllóttann mann draga litla telpu með sér að bátahöfn skammt frá hótelinu þar sem Madeleine bjó ásamt foreldrum sínum.

Þriggja ára stúlku enn leitað
Enn hefur ekkert spurst til þriggja ára gamallar breskrar stúlku, Madelein McCann, sem saknað hefur verið síðan á fimmutdagskvöldið. Portúgalska lögreglan rannsakar nú fréttir þess efnis að vitni hafi séð sköllóttan mann draga unga stúlku með sér að smábátahöfn nærri sumardvalarstaðnum í Praia da Luz sama kvöld og Madelein hvarf.

Stúlkan er ófundin
Enn hefur ekkert spurst til hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann, sem saknað hefur verið síðan á fimmtudagskvöld. Talið er að henni hafi verið rænt en hún var í sumarleyfi í Portúgal með foreldrum sínum og systkinum. Lögregla hefur stækkað leitarsvæði sitt leitin hefur enn sem komið er engan árangur borið. Teiknuð mynd hefur verið birt af mögulegum ræningja stúlkunnar en hún þykir ekki gefa miklar vísbendingar.

Þriggja ára bresk stúlka numin á brott á Portúgal
Ekkert hefur spurst til þriggja ára breskrar stúlku sem talið er að numin hafi verið á brott úr herbergi á Portúgal þar sem hún svaf ásamt tveimur systkinum sínum. Stúlkan var ásamt foreldrum sínum í sumarfríi á Algarve.