
Ungverski handboltinn

Bjarki og félagar sex stigum frá titlinum eftir stórsigur
Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém eru aðeins þremur sigrum frá því að tryggja sér ungverska meistaratitilinn í handbolta eftir 13 marka stórsigur gegn Budakalasz í dag, 30-43.

Aue eygir enn von | Bjarki Már markahæstur
Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Aue unnu gríðarlega mikilvægan sigur í þýsku B-deildinni í handbolta í dag. Liðið er sem fyrr á botni deildarinnar en á nú raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Þá var Bjarki Már Elísson markahæstur þegar Veszprém vann 18. leikinn í röð í Ungverjalandi.

Enginn Mikler og Ungverjar treysta á reynslulitla markverði
Markvörðurinn reyndi, Roland Mikler, sem hefur reynst Íslendingum erfiður svo oft er ekki í EM-hópi ungverska handboltalandsliðsins. Ísland og Ungverjaland eru saman í riðli á EM 2024.

Sá besti blæs á sögusagnir um að hann sé á förum
Jim Gottfridsson, besti handboltamaður heims árið 2022, segir lítið til í þeim sögusögnum að hann sé á leiðinni til ungverska liðsins Pick Szeged frá Flensburg í Þýskalandi.

„Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“
Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu.

Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“
Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg.

Stefán Rafn kynnir Janus Daða til leiks hjá Pick Szeged
Ungverska stórliðið Pick Szeged hefur staðfest komu Janusar Daða Smárasonar til félagsins. Landsliðsmaðurinn gengur til liðs við lið Szeged næsta sumar.

Bjarki Már hjá Veszprém til 2026
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ungverska meistaraliðið Veszprém.

Tap hjá lærisveinum Guðjóns Vals | Fredericia fer vel af stað í Danmörku
Tveir leikir fóru fram í þýska handboltanum þar sem Íslendingar voru í eldlínunni. Góð byrjun Guðmundar Guðmundssonar, þjálfara Fredericia, heldur áfram.

„Ég á erfitt með að setja það í orð hvað þetta var sætt“
„Þetta var ekkert risastórt fyrir Veszprem því liðið hefur orðið 27 sinnum ungverskur meistari. En fyrir liðið sem er núna var þetta mjög stórt því það var ekki búið að vinna þetta í þrjú ár," segir Bjarki Már Elísson.

Bjarki Már varð ungverskur meistari í handbolta
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, skoraði sex mörk þegar Veszprem varð ungverskur meistari í handbolta í kvöld.

Bjarki Már magnaður þegar Veszprém tryggði sér oddaleik
Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans í Veszprém eru komnir í oddaleik um ungverska meistaratitilinn í handbolta þökk sé sjö marka sigri á Pick Szeged í kvöld, lokatölur 34-27.

Bjarki Már og félagar með bakið upp við vegg
Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans í ungverska liðinu Veszprém eru í slæmri stöðu eftir að hafa tapað fyrsta leik í úrslitaeinvíginu um ungverska meistaratitilinn gegn Pick Szeged, 31-25.

Stórleikur Bjarka í góðum sigri
Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk í flottum sjö marka sigri Veszprém á Komló í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta, lokatölur 39-32.

Bjarki Már og félagar bikarmeistarar í Ungverjalandi
Veszprem er ungverskur bikarmeistari í handbolta eftir þriggja marka sigur á Pick Szeged í úrslitaleik í dag.

Bjarki Már næstmarkahæstur þegar Veszprem tryggði sig í bikarúrslit
Ungverska handboltastórveldið Veszprem er komið í úrslitaleik ungverska bikarsins eftir sigur á Tatabanya í undanúrslitum í dag.

Aron, Bjarki Már og Óðinn Þór allir markahæstir
Landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Óðinn Þór Ríkharðsson áttu mjög góða leiki fyrir félagslið sín í kvöld. Voru þeir allir markahæstir í góðum sigrum.

Stiven Tobar staðfestir að Veszprém hafi áhuga á sér
Stiven Tobar Valencia er í sínu fyrsta landsliðsverkefni en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Tékklandi í kvöld í undankeppni Evrópumótsins.

Bjarki Már og félagar áfram með fullt hús stiga
Vezsprem hefur yfirburði í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta um þessar mundir eins og stundum áður.

Ómar, Gísli og Bjarki tilnefndir sem bestu handboltamenn heims
Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru allir tilnefndir sem bestu handboltamenn heims á heimasíðu Handball-Planet.

„Geggjað að vera í liði sem ætlar að vinna alla leiki og það er ekkert annað í boði“
Það er áþreifanleg pressa að spila fyrir Veszprém sem vill alltaf vinna alla titla segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili í Ungverjalandi.

Bjarki Már Elíasson með 100% nýtingu í sigri
Bjarki Már Elíasson fór mikinn með liði sínu Telekom Veszprém í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í dag gegn HÉP-Cegléd. Veszprém vann leikinn örugglega og var Bjarki næst markahæstur í liði sínu.

Bjarki Már dróg vagninn í stórsigri Veszprém
Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém, átti stórleik er Veszprém vann 14 marka sigur á Budakalász í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 42-28.

Bjarki með fjögur mörk þegar Veszprem skoraði fimmtíu í einum leik
Leikur Telekom Veszprem og Ferencvaros TC í ungversku deildinni í handknattleik í dag fer líklega í einhverjar sögubækur. Veszprem vann þar 50-40 sigur í ótrúlegum markaleik.

Með stjörnur í útilínunni og sakamann í þjálfarastólnum
Snorri Steinn Guðjónsson átti mjög auðvelt með að telja upp styrkleika Ferencváros sem er andstæðingur Vals í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld.

Bjarki „grýtti“ dóttur sinni í djúpu laugina í ungverskum skóla
„Það er biluð pressa hérna en þegar það gengur vel er allt æðislegt. Við höfum ekki tapað leik síðan að ég kom en þeir tala um það að það fari allt til fjandans ef við töpum einum leik eða gerum jafntefli,“ segir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, eftir fyrstu mánuðina sem leikmaður ungverska stórveldisins Veszprém.

Bjarki Már markahæstur hjá Veszprém
Bjarki Már Elísson er hægt og rólega að komast í sitt besta form með Veszprém. Hann var markahæstur hjá sínu liði er það fékk Tatabánya í heimsókn í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 42-32.

Bjarki Már skoraði þrjú í fyrsta deildarleiknum í Ungverjalandi
Veszprém vann stórsigur á Dabas í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 30-21 gestunum í vil. Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson var að leika sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið en hann missti af leiknum í fyrstu umferðar vegna meiðsla.

Bjarki Már skoraði mest í sínum fyrsta mótsleik
Bjarki Már Elísson lék í gær sinn fyrsta mótsleik fyrir ungverska liðið Veszprém en hann kom þangað frá þýska félaginu Lemgo fyrr í sumar.

Kátur að vera kominn í eitt stærsta handboltafélag heims
Bjarki Már Elísson kveðst afar ánægður með að hafa samið við ungverska stórliðið Veszprém.