Í gær var greint frá því að Janus Daði, sem leikið hefur frábærlega með Magdeburg á tímabilinu, væri á leið til Pick Szeged næsta sumar. Janus Daði gekk nokkuð óvænt til liðs við Magdeburg í sumar eftir fjárhagsvandræði norska stórliðsins Kolstad. Hann mun því aðeins leika eitt tímabil í Þýskalandi.
Í dag staðfestir Pick Szeged síðan komu Janusar Daða. Í myndbandi sem félagið birti er Janus Daði kynntur til leiks af Stefáni Rafni Sigurmannssyni sem lék með Pick Szeged á árunum 2017-2021. Stefán Rafn leikur nú með Haukum.
„Halló handboltafjölskylda, ég verð með ykkur á næsta tímabili,“ segir Janus Daði síðan sjálfur en hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið.
Official: Janus Smárason set to join our team next summer on a 2-year deal
— OTP Bank - PICK Szeged Handball (@pickhandball) December 23, 2023
Welcome to Szeged, Janus! pic.twitter.com/i95OEIWuJC