Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Woke-ið lifir!

Góðu fréttir helgarinnar eru líklega þær að Diljá Mist Einarsdóttir var ekki kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hingað til hef ég ekki gefið Diljá mikinn gaum, né hennar verkum í pólitík, þar sem ég á almennt litla samleið með flokknum hennar.

Skoðun
Fréttamynd

Gulli hafi loksins unnið formannsslag

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, segir eindregin stuðning Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og hans hóps við framboð Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa tryggt henni sigur á nýliðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Tap Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem hafi mislesið salinn í Laugardalshöll, sé um leið tap flokkseigendafélagsins og „hrútakofans“ á Mogganum.

Innlent
Fréttamynd

„Auð­vitað hefur þetta á­hrif á formannskjörið“

Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum segir það gefa augaleið að það hafi haft áhrif á formannskjör í flokknum að helmingur fulltrúa úr Eyjum hafi setið eftir heima vegna veðurs. Hann segir málið sýna svart á hvítu við hvaða veruleika Eyjamenn búi á veturna.

Innlent
Fréttamynd

Segir reynsluna úr at­vinnu­lífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn

Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins

Innlent
Fréttamynd

For­ysta til fram­tíðar

Við sjálfstæðismenn höfum fengið nýjan formann. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sigraði í formannskjöri flokksins sem fram fór í gær og er fyrst kvenna formaður hans.

Skoðun
Fréttamynd

„Sigur er alltaf sigur“

Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins en munaði aðeins örfáum atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún segir að með nýjum fólki komi alltaf breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Ný for­ysta Sjálf­stæðis­flokksins kjörin

Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll eftir harða keppni við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningin var jöfn og spennandi, en Guðrún hafði að lokum sigur með 19 atkvæða mun.

Innlent
Fréttamynd

Ræða Guð­rúnar: Opnara forystukjör, orð­ljót verka­lýðs­hreyfing og látins fé­laga minnst

Guðrún Hafsteinsdóttir kom víða við í framboðsræðu sinni til formanns Sjálfstæðisflokksins. Sem fyrr minnti hún á rætur sínar hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís en auk þess ræddi hún kosningaloforð sín, störf hennar í kjaraviðræðum og orðljóta verkalýðshreyfingu. Þá minntist hún flokksfélaga sem féll frá fyrir aldur fram og er saknað á fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Banda­ríkin séu ekki raun­veru­legir máls­varar frelsis

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Gerði stólpa­grín að ríkisstjórnarflokkunum

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skaut föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana í setningarræðu sinni á landsfundi. Hann skoraði á flokksmenn að elta ekki andstæðinga sína á hættulegri braut popúlismans.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig skiptast fylkingarnar?

Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja.

Innlent
Fréttamynd

Veðrið hefur á­hrif á landsfundargesti eftir allt saman

Veður hefur áhrif á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í dag, eftir allt saman. Hópi frá Austurlandi seinkar vegna flugferða sem var aflýst í morgun og um þrettán manns frá Vestmannaeyjum hafa afboðað komu sína á fundinn þar sem vont verður í sjóinn á sunnudaginn.

Innlent
Fréttamynd

„Rosa­lega ís­lensk um­ræða“

Allt stefnir í stærsta landsfund í sögu Sjálfstæðisflokksins ef marka má skráningu á fundin sem hófst í morgun. Mikil spenna ríkir í búðum Sjálfstæðismanna en á sunnudaginn lýkur baráttu Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið sem hafi verið drengileg þar til á loka metrunum. 

Innlent
Fréttamynd

Ert þú ung kona á leiðinni á lands­fund?

Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir mikilvægu vali sem móta mun framtíð sína næstu helgi. Til að tryggja öflugan og stóran Sjálfstæðisflokk, sem mætir þörfum allra kynslóða, þurfum við leiðtoga sem skilur ungar konur, virðir eldri kynslóðir og getur brúað bilið á milli þeirra. Sá leiðtogi er Guðrún Hafsteinsdóttir.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn – Breið­fylking fram­tíðar

Senn líður að 45. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem sjálfstæðismenn standa frammi fyrir því að kjósa sér nýja forystu. Tvær mjög hæfar konur, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa boðið sig fram til formanns flokksins sem er fagnaðarefni fyrir flokkinn og flokkstarfið.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­rún Haf­steins nýr leið­togi - Sam­einandi afl

Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem lengst af hefur verið við völd í lýðveldissögunni og er það líklega meginforsenda þess að Ísland er eitt mesta velferðar- og velsældarríki heims. Sjálfstæðiflokkurinn hefur nefnilega þá grundvallarstefnu að æskilegast sé fyrir samfélagið að einstaklingurinn fái að blómstra á eigin forsendum; frelsi til að búa til eigin velgengni, með eins litlum afskiptum ríkisvaldsins og kostur er.

Skoðun
Fréttamynd

Látum verkin tala

Sjálfboðastörf eru ein mikilvægasta stoð hvers samfélags. Þau fela í sér óeigingjarnt starf án persónulegra hagsmuna. Slík störf auka ekki einungis velferð þeirra sem njóta aðstoðarinnar heldur styrkja þau persónulegan vöxt og leiðtogahæfni þeirra sem þeim sinna.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri strætó­ferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða

Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust.  Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið.

Innlent
Fréttamynd

„Við skulum að­eins róa okkur, fókus“

Nokkuð fjörugar umræður spunnust þegar húsnæðisuppbygging bar á góma þar sem oddvitar í meiri- og minnihluta í Reykjavík mættust í Pallborðinu. Á einum tímapunkti talaði hver ofan í annan og fulltrúi Flokks fólksins sá sig knúinn til að biðja fólk um að róa sig.

Innlent
Fréttamynd

Ég styð Guð­rúnu Haf­steins­dóttur sem for­mann – en hvers vegna?

Það eru mikil tímamót framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Við munum kjósa okkur nýja forystu og í kjöri eru nú þegar tvær frábærar konur. Það er mjög jákvætt og fellur það í skaut okkar ágætu landsfundarfulltrúa, að velja á milli þeirra. Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur, en hvers vegna?

Skoðun