Írak

Fréttamynd

Hersetuliðið í 5 ár til viðbótar

Engin leið er að kalla hersetuliðið í Írak heim innan fimm ára að mati virtustu sérfræðinga Bretlands í hermálum. Fyrst þá er nokkur von til þess að írakskar öryggissveitir geti tryggt lágmarksöryggi borgara landsins.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 100 látnir eða slasaðir

Yfir hundrað manns eru látnir eða slasaðir eftir sprengjuárásir skæruliða á höfuðstöðvar þjóðavarnarliðsins í Írak í morgun. Sex sprengjum var varpað á híbýli þjóðavarnarliðsins með fyrrgreindum afleiðingum.

Erlent
Fréttamynd

Herinn rukkaði særðan hermann

Tyson Johnson III lá enn þá á sjúkrahúsi þar sem hann var að jafna sig af sárum sem hann hlaut í Írak þegar honum barst bréf frá hernum þar sem hann var rukkaður um andvirði tæpra 200 þúsund króna. Upphæðin var sú sama og skráningarbónus sem hann fékk fyrir að skuldbinda sig til þriggja ára herþjónustu.

Erlent
Fréttamynd

Tengjast bin Laden

Skæruliðahópur Abu Musabs al-Zarqawis í Írak, sem Bandaríkjamenn segja jafngilda útibúi al-Kaída í landinu, hefur í fyrsta sinn lýst yfir hollustu sinni við Ósama bin Laden.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri breskir hermenn til Íraks?

Bandaríkjamenn hafa farið þess á leit við bresk stjórnvöld að þau sendi aukinn herafla til Íraks. Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, greindi frá því á breska þinginu í dag að beiðni þessa efnis hafi borist ráðuneytinu í síðustu viku en ákvörðun um hvort farið verði að óskum Bandaríkjamanna liggi ekki fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Öflugar sprengingar í Bagdad

Átta manns féllu og minnst fjórir særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu í miðborg Bagdad í Írak fyrir stundu. Að sögn sjónarvotta er þykkur reykmökkur yfir svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Steingrímur krefst upplýsinga

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna krafðist þess á fundi utanríkismálanefndar í gær að íslensk stjórnvöld skýrðu nefndinni frá því hvaða samtöl og eða bréfaskriftir áttu sér stað á milli íslenskra ráðuneyta og erlendra ríkisstjórna áður en ákvörðun var tekin um að Ísland yrði á lista yfir "hinar viljugu þjóðir" sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Styðja Þjóðverjar Íraksstríðið?

Breyting virðist hafa orðið á afstöðu þýskra stjórnvalda til stríðsreksturs í Írak, þó að Gerhard Schröder kanslari þvertaki fyrir það. Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í viðtalið við þarlent dagblaði í gær að til greina kæmi að Þjóðverjar sendu hersveitir til Íraks, yrði breyting á ástandinu þar.

Erlent
Fréttamynd

Glæpir gegn mannkyni staðfestir?

Fjöldagröf fannst í norðurhluta Íraks og er talið að þar sé að finna hundruð og jafnvel þúsundir líka. Sum þeirra eru af börnum sem halda á leikföngunum sínum. Líklegt er talið að þetta leiði til þess að Saddam Hússein verði sakfelldur fyrir glæpi gegn mannkyni.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldagrafir finnast í Írak

Líkamsleifar að minnsta kosti eitt hundrað manna, þar á meðal barna, hafa fundist í fjöldagröfum nálægt þorpinu Hatra í Norður-Írak. Grafirnar eru taldar sanna ofsóknir gegn Kúrdum sem drepnir voru í þúsunda tali í valdatíð Saddams Husseins í lok níunda áratugarins.

Erlent
Fréttamynd

Stríð og friður í Írak

Utanríkisráðherra segir barist í fimm byggðalögum í Írak en frið ríkja í hinum 795 byggðalögum landsins. Þingmönnum ber ekki saman um nákvæmni þessara talna né heldur hvaða mynd þær gefa af ástandinu í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Aftaka Bigleys á Netinu

Myndbandið sem sýnir aftöku breska gíslsins Kenneths Bigleys birtist á íslamskri vefsíðu í dag. Áður en hinn 62 ára gamli verkfræðingur er afhöfðaður talar hann til Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og ríkisstjórnar hans þar sem hann segist eiga stutt eftir ólifað. „Þú virðist ekki hafa gert neitt til að hjálpa mér ...

Erlent
Fréttamynd

Sprenging við lögregluskóla

Sautján manns fórust í sjálfsmorðsprengingu í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengingin varð þegar tilræðismaðurinn ók bíl sínum að lögregluskóla og olíuráðuneyti landsins. Þeir sem létust voru einkum vegfarendur, þar á meðal sjö konur.

Erlent
Fréttamynd

Loforð um framlag ekki efnd

Minnst af því fé sem 37 lönd hétu að láta af hendi rakna til uppbyggingar í Írak hefur skilað sér. Ríkin hétu því á ráðstefnu í Madríd á Spáni í fyrra að láta nærri þúsund milljarða króna af hendi rakna í formi styrkja og lána. Nú hafa aðeins um sjötíu milljarðar króna skilað sér í sjóði Heimsbankans og Sameinuðu þjóðanna í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Fylgismenn Al-Sadrs afvopnast

Uppreisnarmenn úr röðum sjítaklerksins Moqtada al-Sadrs með aðsetur í Sadr-borg, einu hverfa Bagdad-borgar, hafa fallist á að afvopnast á mánudag gegn því að Bandaríkjamenn hætti að sprengja í hverfinu.

Erlent
Fréttamynd

Bigley slapp frá ræningjunum

Breski gíslinn Kenneth Bigley, sem drepinn var í Írak í fyrradag, slapp frá mannræningjunum í um hálftíma skeið áður en hann var drepinn. Mannræningjarnir segja að einn úr þeirra hópi hafi hjálpað Bigley við að flýja en að hann hafi fundist á harða hlaupum á akri suðvestur af Bagdad. Í kjölfarið var hann drepinn.

Erlent
Fréttamynd

Bræður Bigleys staðfesta tíðindin

Bræður Kenneth Bigleys, Bretans sem haldið hefur verið föngnum af mannræningjum í Írak síðustu vikur og sagt er að hafa verið líflátinn, hafa staðfest að bróðir þeirra sé ekki lengur á lífi. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi sem þeir fluttu fyrir stundu.

Erlent
Fréttamynd

Myndband með aftöku Bigleys

Aftaka breska gíslsins Kenneths Bigleys er til á upptöku að sögn manns sem Reuters-fréttastofan ræddi við í Írak í dag. Myndbandið hefur ekki enn verið gert opinbert en maðurinn segist hafa séð það og að hans sögn les Bigley upp yfirlýsingu áður en hann er drepinn.

Erlent
Fréttamynd

Tugir þáðu mútur Íraka

Nokkur ríki og fjöldi embættismanna högnuðust á því að láta Íraka komast upp með að selja meiri olíu en þeim var heimilt samkvæmt viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna. Féð notuðu Írakar meðal annars til að kaupa búnað til vopnaþróunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu bandarísku vopnaeftirlitssveitanna í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert að finna í Írak

Írakar áttu engin gereyðingarvopn áður en Bandaríkin réðust inn í landið í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vopnaeftirlitsveitar Bandaríkjamanna í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Óvíst hvort gereyðingavopn finnist

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna efast um að nokkur tengsl hafi verið á milli al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og Saddams Hússeins og segir ekki víst að gereyðingarvopn muni finnast í Írak. Þá segir fyrrverandi landsstjóri Bandaríkjanna í Írak að allt of fáir hermenn hafi farið til landsins.

Erlent
Fréttamynd

Íraskar konur uggandi um sinn hag

Margt hefur færst til betri vegar í Írak síðan einræðisstjórn Saddams var hrakin frá völdum. Konur í landinu óttast hins vegar að ótryggt öryggisástand og uppgangur heittrúarmanna muni leiða til versnandi stöðu þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Engin tengsl milli Laden og Saddam

Engin tengsl voru á milli Ósama bin Ladens og Saddams Hússeins. Þetta er mat Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Orð hans vöktu athygli í New York í gærkvöldi þegar hann sagðist aldrei hafa séð neinar sannfærandi sannanir fyrir því að nokkurs konar samband væri á milli bin Ladens og Saddams.

Erlent
Fréttamynd

Of fáir hermenn og engin tengsl

Tveir af helstu ráðamönnum Bandaríkjanna sem komu að innrásinni í Írak hafa neyðst til að draga til baka orð sem þeir létu falla á opinberum vettvangi. Donald Rumsfeld sagðist engar sannanir hafa séð um tengsl Saddam Hussein og Osama bin Laden og Paul Bremer sagði það hafa komið í bakið á Bandaríkjunum að hafa sent of fámennt herlið til Íraks.

Erlent
Fréttamynd

Draga herlið sitt frá Írak

Pólverjar ætla að draga herlið sitt frá Írak í lok næsta árs. Varnarmálaráðherra landsins greindi frá þessu í dag og eru Pólverjar þar með fyrsta þjóðin með hersveitir í Írak sem gefið hefur út tímasetningu á brotthvarfi sínu frá landinu.

Erlent
Fréttamynd

Al-Sadr biðlar til ESB og Frakka

Sjítaklerkurinn Muqtada al-Sadr hefur beðið Evrópusambandið og frönsk stjórnvöld um að sannfæra aðrar Evrópuþjóðir um að draga herlið sitt frá Írak. Þetta kom fram í viðtali við klerkinn á líbönsku sjónvarpsstöðinni Al-Manar sem tekið var upp í gær.

Erlent
Fréttamynd

21 fallinn í morgun

Fjölmargar bílasprengjur sprungu í Bagdad í Írak í morgun og tuttugu og einn maður hið minnsta liggur í valnum. Öfgamenn beina spjótum sínum í auknum mæli að nýþjálfuðum írökskum öryggissveitum.

Erlent
Fréttamynd

Um fjörutíu manns létust

Á fjórða tug manna, kvenna og barna lést í árásum og bardögum í Írak í gær. Í það minnsta 21 lét lífið og um hundrað manns særðust í tveimur sprengjuárásum í Bagdad í gær. Ellefu létust í loftárásum Bandaríkjamanna í Falluja að sögn lækna, þeirra á meðal konur og börn.

Erlent
Fréttamynd

Tveimur konum sleppt í Írak

Mannræningjar í Írak hafa sleppt tveimur indónesískum konum úr haldi. Konurnar voru í dag afhentar sendiráði Sameinuður arabísku furstadæmunum í Bagdad. Ríkissjónvarp Sameinuðu arabísku furstadæmanna segir konurnar við góða heilsu.

Erlent