Landhelgisgæslan

Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður
Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður.

Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag.

Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum
TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður.

„Ef ekki semst þá erum við í afar slæmum málum“
Samningafundi í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni við ríkið, sem hófst klukkan fjögur í dag, er lokið. Fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið.

Kaldhæðni örlaganna að fá fyrsta vetrarstorminn þegar björgunarþyrlur verða ekki til taks
„Það er ekkert sem réttlætir það að björgunarþyrlur séu ekki tiltækar,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.

Boðað til fundar í aðdraganda þyrlulausra daga
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni við ríkið klukkan fjögur í dag.

Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja
Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar.

Flytja mann með þyrlu til Reykjavíkur vegna vinnuslyss
Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli nú fyrir skömmu til að bregðast við útkalli vegna vinnuslyss á Suðurlandi.

Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“
Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands

Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu
Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag.

Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga
Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag.

„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“
Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni.

Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið
Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar í tvö veikindaútköll í dag
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan korter yfir þrjú í dag vegna veikinda.

Gæslan kölluð út vegna rjúpnaskyttu sem veiktist utan alfaraleiðar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tvö í dag til að sækja rjúpnaskyttu sem hafði veikst utan alfaraleiðar vestur af Kirkjubæjarklaustri.

Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það.

Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega
Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar.

„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni
Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku.

Fiskibátur strandaði í Tálknafirði
Fiskibátur sem strandaði í Tálknafirði á sjöunda tímanum í kvöld er kominn á flot með aðstoð annars fiskibáts og heldur nú til hafnar í Tálknafirði.

Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn
Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu.

Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti
Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld.

Gæslan aðstoðaði bát með bilaða vél
Landhelgisgæslunni barst tilkynning um fiskibát með bilaða vél undan mynni Hvalfjarðar á fjórða tímanum í dag.

Aðmírállinn skoðaði öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli
Hann fékk leiðsögn frá Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, en Landhelgisgæslan rekur öryggissvæðið.

Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi
Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi.

Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju
Björgunarsveitarfólk var að störfum í alla nótt við leit að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu.

Kafarar búnir að þétta öll öndunarop Drangs
Kafarar varðskipsins Þórs luku í gær við að þétta öll öndunarop á togaranum Drangi sem liggur nú á botni hafnarinnar í Stöðvarfirði.

Kafarar könnuðu ástand togarans í höfninni
Þrír kafarar Landhelgisgæslunnar könnuðu ástand togarans Drangs ÁR 307 sem sökk í höfninni í Stöðvarfirði í morgun. Þá kom áhöfn varðskipsins Þórs upp mengunarvarnargirðingu til að hafa hemil á mögulegri olíumengun frá skipinu.

Bátur sökk í Stöðvarfjarðarhöfn
Togbáturinn Drangur ÁR 307 sökk í höfninni á Stöðvarfirði í morgun.

Snjóflóðasafni í Flateyrarhöfn myndi stafa hætta af snjóflóðum
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar telur að Snjóflóðasafni um borð í varðskipinu Ægi, sem staðsett yrði í Flateyrarhöfn, myndi stafa hætta af snjóflóðum.

Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar boða verkfall
Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað verkfall hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands.