Kauphöllin

Fréttamynd

Spákaupmaðurinn: Greidd skuld er glatað fé

Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtumenn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaðurinn er nefnilega nýlega orðinn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á ennþá 15 prósent

Finnur Ingólfsson er enn stór hluthafi í Icelandair Group í gegnum félagið Langflug. Fréttir af sölu Finns á hlutum í félaginu í fyrrasumar, báru með sér að þá hefði Finnur sagt skilið við félagið. Þá seldi félag Finns FS7 tæplega 15,5 prósenta hlut sinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikilvægast að ná verðbólgunni niður

„Húsnæðislánavextir banka og sparisjóða eru töluvert hærri nú en vextir Íbúðalánasjóðs, enda þurfa þeir að taka mið af peningamálastefnu landsins, ólíkt því sem virðist gilda um Íbúðalánasjóð,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vaxtalækkun sjóðsins í byrjun vikunnar sé ekki til þess fallin að styðja við virkni peningamálastefnu Seðlabankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Báðu ekki um ný lög

Frumvarp fjármálaráðherra um lífeyrissjóði fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni, sem segir að með því verði eignir landsmanna í lífeyrissjóðum ofurseldar skortsölu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Hvað gerir Magnús nú?

Óhætt er að segja að minna fari fyrir athafnamanninum Magnúsi Þorsteinssyni í íslensku sam­félagi en áður. Magnús var stjórnarformaður Avion Group sem átti að verða stærsta fyrir­tæki sinnar tegundar í heimi, en það gekk ekki eftir og félaginu var skipt upp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvatt til sameininga

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að fjármálafyrirtækin verði að huga að aðhaldi, sameiningum, krossstjórnarsetu og aukins gegnsæis í upplýsingagjöf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Banakahólfið: Miklar væntingar

Óhætt er að segja að aðgerða stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi sé beðið með mikilli eftirvæntingu. Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun og gefur um leið út Peningamál.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyndni á nýjum vef

Fjárfestar og annað áhugafólk um hreyfingar á hlutabréfamarkaði hafa oftar en ekki bölvað óþjálum og ógagnsæjum vef Kauphallar Íslands. Steininn tók þó fyrst úr þegar Kauphöllin komst í eigu OMX. Núna hafa enn verið gerðar breytingar á vefnum með samruna OMX og Nasdaq og er sumt til bóta, en annað í takt við fyrri tíð, eins og gengur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skammgóður vermir

Margir urðu til að nýta sér „kostaboð" og fylltu á tanka bíla sinna á sérkjörum sem í boði voru einn dag um miðja vikuna. Afsláttur af lítraverði náði allt að 25 krónum. Víða voru biðraðir á bensínstöðvum og truflaðist jafnvel umferð í næsta nágrenni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Funduðu í febrúar

Bankastjórn Seðlabankans ræddi við fulltrúa bankastjórnar evrópska seðlabankans, þegar um miðjan febrúar. Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, bankastjórar Seðlabankans, hittu þá að máli Jürgen Stark, sem situr í bankastjórn evrópska seðlabankans, í húsakynnum Seðlabankans

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Uppsagnir

Menn eru farnir að standa við yfirlýsingarnar um aðgerðir til að bregðast við breyttu árferði í rekstri fjármálafyrirtækja. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði að fækkað yrði í starfsliði bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Brosir breitt

Tímasetningar skipta ávallt miklu máli í fjárfestingum. Einn fjárfestir sem fór mikinn á árinu 2006 má eiga það að hann hefur tímasett sölu á hlutabréfum vel. Margir muna eftir umsvifum Sigurðar Bollasonar, meðal annars í FL Group og Dagsbrún, sem var móðurfélag Vodafone og 365 miðla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Glatt á hjalla

Hluthafar Bakkavarar voru hæstánægðir á aðalfundi félagsins í Þjóðleikhúsinu á föstudag í síðustu viku. Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, átti stórleik á Stóra sviðinu þegar hann lauk hefðbundinni tölu um ganginn á fyrirtækinu, gekk fram fyrir pontu og ræddi vítt og breitt um reksturinn næstu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spron lækkaði um 3,75%

Íslenska úrvalsvísitalan fór niður um 1,88% í dag og stendur í tæpum 4844 stigum. Spron lækkaði mest, eða um 3,75%. Glitnir um 3,13% og Glitnir um 3,11%og Atorka Group lækkaði um 2,83%. Þá lækkaði 365 um 2,82% og Atlantic Petroleum um 2,55%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atorka Group lækkaði um 8,4%

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,48% í dag. Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hækkaði mest, eða um 3,54%. Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 2,99% Landsbanki Íslands hf. hækkaði um 1,79% og Glitnir banki um 1,15% Straumur-Burðarás hækkaði um 0,98%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Tapaði bunka

Það eru ekki bara milljónerar sem tapa háum fjárhæðum í niðursveiflunni á markaðnum. Venjulegt fólk tapar líka peningum – og rokkstjörnur. Bubbi Morthens hefur hagnast vel á sínu sviði enda frábær lista­maður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SPRON hefur lækkað um 2,14%

Íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,82% í dag. Foroya Banki hefur hækkað mest, eða um 0,67%. Össur banki hefur hækkað um 0,55% og Eimskipafélag Íslands um 0,52%. FL Group hefur hækkað um 0,44% og Marel um 0,34%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Eins og kunnugt er hafnaði breskur dómsstóll frávísunarkröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í meiðyrðamáli hans og Jóns Ólafssonar í vikubyrjun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spákaupmaðurinn: Svali í skatta­forsælunni

Það er fátt betra en að gera sér ferð ýmist til Kýpur eða Karíbahafsins á frostavetrum eins og nú. Þetta er lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins þar sem klofgræjan var komin fast við frostmark heima heldur er veturinn tilvalinn til að endurnýja búsetuna á eyjunum og heilsa upp á þá sem þar búa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Á skíðum

Stjórnendur bankanna keppast nú við að gefa út yfirlýsingar um niðurskurð útgjalda. Búið er að taka fyrir að starfsmenn Kaupþings og Glitnis, þessir lægra settu, ferðist um á Saga Class sé þess kostur. Nú verða starfsmenn bankanna sem sagt að fljúgja með almúganum. Einnig hefur verið hætt við áður skipulagðar ferðir hjá Glitni, til dæmis til Cannes.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Allt í salti

Talsverðar breytingar hafa orðið í kjölfar vorhreingerninga innan­dyra hjá FL Group eftir að nýir menn settust við stýrið. Jóni Sigurðssyni, forstjóra félagsins, var á uppgjörsfundi félagsins í síðustu viku tíðrætt um niðursveifluna á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en dýfan varð meðal annars til þess að hlutafjáraukning á genginu 14,7 krónur á hlut, sem fyrirhuguð var á á fyrri helmingi ársins, var sett í salt.

Viðskipti innlent