

Kvenréttindafélag Íslands fangar eitt hundrað ára afmæli sínu með hátíðarhöldum í ráðhúsi Reykjavíkur klukkan tvö í dag. Félagið er elsta starfandi félag sem barist hefur fyrir jafnrétti kynjanna en Bríet Bjarnhéðinsdóttir er ein af frumkvöðlum félagsins.
Vegfarendum í Kaiserslautern í Þýskalandi varð nokkuð hverft við í morgun þegar ský dró fyrir sólu og peningaseðlum tók að rigna. Ekki voru örlátir veðurguðir þarna á ferðinni heldur maður sem unnið hafði 100.000 evrur, jafnvirði níu milljóna króna, í útvarpshappdrætti.
Það er af sem áður var hjá bandaríska bílarisanum Ford því afkoma síðasta árs var sú versta í 103 ára sögu fyrirtækisins . Ársuppgjör þess var kynnt í gær en samkvæmt því nam tapið á árinu tæpum 890 milljörðum króna, sem er litlu minna en verg þjóðarframleiðsla Íslendinga á ári.
Fjármálaráðherra hótar hertum samkeppnisreglum ef matarverð lækkar ekki um allt að sextán prósent eftir fyrsta mars. Hagar hyggjast lækka álagningu í sumum vöruflokkum til að mæta hækkunum frá heildsölum. Framkvæmdastjóri Kaupáss segir stjórnvöld hafa byggt upp of miklar væntingar um lækkun á matarverði.
Settur saksóknari í Baugsmálinu og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru á öndverðum meiði um túlkun á sýknudómi Hæstaréttar í gær. Gestur segir dóminn útiloka sakfellingu í átta af þeim átján liðum sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi í febrúar.
Tekist var á um það, í Héraðsdómi Reykjavíkur í allan dag, hvort vísa beri ákæru á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna frá dómi.
Á netsíðu eru birtar myndir af íslenskum mönnum að bera sig fyrir framan vefmyndavél en áhorfendurna telja þeir vera þrettán og fjórtán ára stúlkur að sögn aðstandenda síðunnar.
George Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið hersveitum sínum í Írak heimild til að taka útsendara írönsku klerkastjórnarinnar í landinu fastari tökum en áður.
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar að gera Afganistan að þungamiðju friðargæslu- og þróunarverkefna Íslendinga í Asíu og í því skyni á að fjölga friðargæsluliðum þar um helming. Þetta tilkynnti hún á utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í dag.
Hagnaður eignarleigufyrirtækisins SP-Fjármögnunar nam tæpum 803 milljónum króna árið 2006 sem er 67 prósenta aukning frá fyrra ári. Þetta er besti árangur í sögu félagsins.
Sátt hefur náðst á milli bandarisku verslanakeðjunnar Wal-Mart og stjórnvalda vestanhafs að verslanakeðjan greiði tæplega 87.000 starfsmönnum fyrirtækisins samstals 33 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, afturvirk laun fyrir ógreidda yfirvinnu. Þetta var ákveðið eftir að villa fannst í skráningakerfi Wal-Mart. Svo virðist sem fyrirtækið hafi sömuleiðis greitt 215.000 starfsmönnum laun á sama tíma.
Rússar eru fullir efasemdar um áætlun Martti Ahtisaari erindreka Sameinuðu Þjóðanna sem myndi nánast gefa Kosovo hluta Serbíu sjálfstæði. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir embættismanni í dag. Eftir 90 mínútna fund í Vínarborg með tengiliðum sex valdaþjóða hvöttu Rússar til að ákvörðun um Kosovo yrði frestað þar til Serbía hafi myndað ríkisstjórn, en kosningar fóru fram í landinu 21. janúar.
Bankastjórn Landsbankans leggur til við aðalfund að yfir 28 þúsund hluthöfum bankans verði greiddur 40 prósenta arður fyrir síðasta ár. Þetta samsvarar alls 4,4 milljörðum króna.
Actavis ætlar að bjóða í samheitalyfjahluta Merck KGaA. Að sögn Róberts Wessmans, forstjóra Actavis, hefur fjármögnun í verkið þegar verið tryggð með aðkomu þriggja leiðandi alþjóðlegra banka.
Tveir létust í sjálfsmorðsárás við Mariott hótelið í Islamabad höfuðborg Pakistan í dag. Innanríkisráðherra landsins sagði að auk árásarmannsins hefði öryggisvörður hótelsins látið lífið. Fréttamaður Reuter fréttastofunnar sagði bifreið, sem var rústir einar, hafi verið við hlið hótelsins og blóð og líkamsleifar á víð og dreif. Lögregla lokaði svæðinu fljótlega af og sírenur ómuðu um hverfið, en þar er fjöldi opinberra bygginga.
Stjórn bandarísku kauphallarinnar í New York (NYSE) er enn opin fyrir möguleikanum á yfirtöku kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) . Þetta sagði John Thain, forstjóri NYSE á ráðstefnu Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum, sem fram fer í Davos í Sviss.
Hagnaður bandaríska tölvurisans Microsoft á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins, sem lauk í desember, nam 2,63 milljörðum bandaríkjadala. Þetta jafngildir 184,36 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu sem er 28 prósenta samdráttur á milli ára. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum eru tafir á útgáfu Windows Vista, nýjasta stýrikerfi Microsoft.
Hagnaður Landsbankans nam 40,2 milljörðum króna á síðasta ári. Þar af nam hagnaðurinn á fjórða og síðasta fjórðungi liðins árs 14,1 milljarði króna. Þetta er rúmlega tvöfalt meira en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir.
Liðlega helmingur af tekjum Landsbanka Íslands á síðasta ári stöfuðu af umsvifum bankans í útlöndum en þetta er í fyrsta sinn sem tekjur af erlendri starfsemi eru meiri en af innlendri. Hagnaður bankans á síðasta ári var rúmir fjörtíu milljarðar króna eftir skatta en það er 61% aukning frá fyrra ári.
Samkvæmt fjölmiðlum í Malasíu síðastliðna daga er margt furðulegt að gerast þar. Kraftaverkalæknar eru á ferð og dularfullar risa-górillur láta glitta í sig. En það nýjasta er ung kona og tærnar á henni. Hvers vegna? Jú, það koma gimsteinar út úr þeim. Fjölmiðlar skýrðu fyrst frá þessu á þriðjudaginn var en fyrsti steininn leit dagsins ljós í október í fyrra.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, tilkynnir á fundi Norðuratlantshafsbandalagsins (NATO) á morgun að Bandaríkjamenn ætli sér að fjölga hermönnum í Afganistan og auka við fjárhagsaðstoð til þess að gera út af við Talibana. Hún ætlast einnig til þess að bandamenn Bandaríkjanna í NATO geri slíkt hið sama en Evrópulöndin virðast hafa takmarkaðan áhuga á slíkum aðgerðum.
Fimm lögreglubíla þurfti til þess að elta uppi flutningabíl. Lögregla hóf eftirför á Sæbrautinni í Reykjavík og leikurinn stöðvaðist ekki fyrr en komið var upp í Hafnarfjörð. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort um hraðakstur hafi verið að ræða en ljóst þykir að ökulag bílstjóra flutningabílsins hafi verið hættulegt.
Mikill ótti hefur gripið um sig í samfélögum spænskra innflytjenda í Kaliforníu í Bandaríkjunum að undanförnu eftir að lögregla þar hóf að flytja af landi brott ólöglega innflytjendur. Lögreglan hóf átakið á þriðjudaginn var og segist einbeita sér að þeim ólöglegu innflytjendum sem eru glæpamenn.
Kvikmyndasamsteypan 20th Century Fox stefndi í gær Google, eigendum YouTube heimasíðunnar eftir að heilu þættirnir úr seríunni frægu „24“ birtust á YouTube. Fox krefst þess að Google láti af hendi upplýsingar um notandann sem setti þættina á heimasíðuna.
Yfirborð sjávar mun halda áfram að hækka næstu þúsund árin þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda í heiminum til þess að koma í veg fyrir það. Ástæðan fyrir hækkun yfirborðs sjávar er talin vera aukið magn gróðurhúsaloftteguna.
Stofnfundur Landssamtaka Landeigenda á Íslandi var haldin í Sunnusal Hótels Sögu í dag. Salurinn var fullur út úr dyrum og aðstandendur fundarins telja að skráðir stofnfélagar séu hátt í 300 talsins. Guðný Sverrisdóttir, sveitastjóri Grýtubakkahrepps, var kjörin formaður samtakanna.
Þrír menn í Kínva voru handteknir fyrir að hafa myrt tvær konur og selt líkin sem „Líkbrúðir" Samkvæmt gömlum kínverskum hefðum boðar það ekki gott ef ungir menn deyja án þess að hafa gift sig og þess vegna hefur það verið stundað að grafa látnar konur við hliðina á þeim til þess að þeir fái notið þeirra í framhaldslífinu.
Bandaríski hermaðurinn Corey Clagett var í dag dæmdur í fangelsi til 18 ára fyrir þátttöku sína í morði á þremur íröskum föngum. Hann er þriðji hermaðurinn sem er dæmdur í tenglsum fyrir morðin. Þau áttu sér stað nærri borginni Tíkrít í norðurhluta Írak 9. maí 2006.
Alfreð Gíslason segir dómgæsluna í leiknum við Pólverja hafa verið mjög sérstaka á köflum en vill þó ekki kenna dómurunum alfarið um tapið. „Við vorum bara ekki að spila vel í vörninni", segir Alfreð sem einnig hefur nokkrar áhyggjur af meiðslum íslensku leikmannana enda sé breiddin ekki mikil.
Að minnsta kosti 26 manns létu lífið og 64 slösuðust þegar bílsprengja sprakk í Karrada verslunarhverfinu í Bagdad í dag. Fyrr um daginn voru gerðar tvær árásir á markaði í Bagdad og létust átta manns í þeim. Heildartala látinna í dag er því komin upp í 34.