Íþróttafélag og kynlífstækjaverslun hvetja bæjarbúa til að fjölga sér Íþróttafélagið Þróttur Vogum stendur nú að átaki sem ætlað er að fjölga iðkendum félagsins til framtíðar. Félagið stendur að ástarmánuði í samstarfi við þekkta kynlífstækjaverslun, og hvetur íbúa til að fagna ástinni, með þá von að hún beri ávöxt. 1.9.2022 14:30
Helgi nýr verkefnastjóri hjá nefnd um uppbyggingu þjóðarhallar Helgi Geirharðsson er nýr verkefnastjóri hjá framkvæmdanefnd um uppbyggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal. 1.9.2022 11:47
Garðar ráðinn forstjóri Valitor Garðar Stefánsson hefur verið ráðinn forstjóri greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor. Garðar tekur við stöðunni af Herdísi Fjeldsted, frá og með deginum í dag. 1.9.2022 10:56
Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30.8.2022 07:30
Bönkuðu upp á þegar unglingsdóttirin var ein heima og þóttust þekkja móðurina Íbúi í Rimahverfi lýsir óþægilegri upplifun táningsdóttur sinnar af heimsókn tveggja ókunnugra kvenna á heimili sitt, þegar dóttirin var ein heima. Konurnar sögðust þekkja móðurina, sem móðirin kannaðist ekki við, og vildu fá að taka myndir í bakgarði hússins. Hún er viss um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi. 29.8.2022 11:19
„Þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga“ Ungverskur maður sakar fyrrverandi vinnuveitanda sinn um að hafa af sér á annað hundrað þúsund krónur í vangreiddum veikindadögum. Fyrirtækið skráði hann ekki í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans þess efnis. Launaþjófnaður sem þessi getur hlaupið á milljónum króna, að sögn ASÍ. 28.8.2022 21:06
Gosinu líklega lokið en langt frá því að vera styst eða minnst Allt bendir til þess að eldgosinu sem hófst í Meradölum þriðja ágúst sé lokið, að sögn eldfjallafræðings. Vika er í dag síðan virkni lagðist niður. Þetta sé ekki sambærilegt goshléum sem urðu í eldgosinu í fyrra en þá stöðvaðist virknin stundum snögglega áður en næsta hrina hófst. Nú hafi aðdragandinn hins vegar verið langur og virkni dvínað jafnt og þétt. 28.8.2022 18:36
„Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið“ Talskona Stígamóta segir skóla verða að bregðast rétt við kynferðisbrotamálum, svo nemendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka málin í eigin hendur. Hún setur spurningamerki við tölvupóst sem skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi sendi nemendum, þar sem hann bað þá að ræða ekki meint kynferðisbrot. 28.8.2022 12:06
„Ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum“ Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands eru ósáttir við hvernig stjórnendur hafa tekið á meintu kynferðisbroti innan veggja skólans. Skólameistarinn hefur beðið nemendur að vanda sig í umræðum um málið. 27.8.2022 19:12
Tekur gagnrýni Reykjanesbæjar til sín og segir úrbætur á lokametrunum Félagsmálaráðherra segist taka til sín gagnrýni meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um stöðu mála í móttöku flóttafólks og fólks í leit að vernd. Vinna við að fjölga sveitarfélögum sem taki á móti fólki sé á lokametrunum. Það muni létta mjög undir með þeim fáu sveitarfélögum sem hingað til hafi gert það. 27.8.2022 13:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent