Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Það fyrsta sem ég reyndi að gera var að opna hurðina“

Slökkvilið var með mikinn viðbúnað þegar eldur kom upp í gámahúsi í Örfirsey í morgun en húsið reyndist mannlaust. Starfsmaður Olíudreifingar sem hringdi á neyðarlínuna segir eldinn hafa virst lítinn í fyrstu en hann hafi fljótt orðið að stóru báli.

Sam­staða borgar­búa sé ó­trú­leg

Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 

Gatna­mótin ljós­laus og vinstri beygjur bannaðar

Umferðarljós á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar hafa verið óvirk síðustu daga og verða ekki löguð fyrr en á morgun, í fyrsta lagi. Búið er að loka fyrir vinstri beygjur yfir gatnamótin.

Frí­merkja- og myntsafnarar slegnir eftir inn­brot

Innbrotsþjófar gripu svo gott sem í tómt eftir að hafa brotist inn í húsnæði Landssambands íslenskra frímerkjasafnara og brotið upp peningaskáp. Formaður landssambandsins segir fjárhagslegt tjón ekki svo mikið, en öllu verra sé tilfinningalega tjónið við að ráðist sé inn á mann með þessum hætti. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í á fjórða ár ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins.

Féll í höfnina en mundi ekki hvernig

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í morgun kölluð til eftir að maður hafði fallið í höfnina á Miðbakka í miðbæ Reykjavíkur. 

Ó­vissu­stigi af­létt

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag.

„Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig“

Strætóbílstjóra á leið frá Selfossi til Reykjavíkur var hótað barsmíðum af farþega sem vildi komast út á miðri Breiðholtsbraut. Framkvæmdastjóri Strætó segir það reglulega koma fyrir að farþegar angri bílstjóra með einum eða öðrum hætti. 

Sjá meira