Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skásta stað­setningin sem hægt var að fá

Búast má við því að hratt muni draga úr hraunflæði eldgossins á Reykjanesskaga. Jarðeðlisfræðingur segir gosið á besta stað miðað við aðstæður. Hraun renni ekki í átt að Grindavík, og það þurfi að renna langt til að ná varnargörðum við Svartsengi.

Viður­kenndi að hafa „lú­barið“ sam­fanga sinn en dró það svo til baka

Karlmaður hlaut á dögunum þriggja mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands vegna tveggja líkamsárása sem áttu sér stað í fangelsinu Litla-Hrauni. Fyrri árásin átti sér stað í október árið 2021, og sú seinni í nóvember 2022. Maðurinn hafði áður hlotið 18 dóma fyrir refsiverða háttsemi.

Setja á fót leigu­torg að­eins ætlað Grind­víkingum

Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum.

Stakk Chauvin 22 sinnum

Samfangi Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem myrti George Floyd í maí 2020, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk Chauvin 22 sinnum í alríkisfangelsi í Arizona í síðasta mánuði.

Leigusalar verði að átta sig á á­byrgðinni

Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans

Sjá meira