Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. 2.1.2024 21:09
Boðar til blaðamannafundar vegna „stórra ákvarðana“ Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til blaðamannafundar á morgun. Tilefnið er „stórar ákvarðanir“ sem hann kveðst hafa tekið um mikilvæg mál. 2.1.2024 20:20
„Ef þú ætlar að endast í einhverju, þá verður að vera gaman“ Nýtt ár er gengið í garð og því fylgja að sjálfsögðu áramótaheit. Líkt og fyrri ár er fjöldi fólks sem strengir þess heit að sinna líkamsræktinni betur en árið á undan. Eigandi líkamsræktarstöðvar segir skemmtun lykilinn að árangri. 2.1.2024 19:18
Aflýsa hættustigi og aflétta rýmingu á Seyðisfirði Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði hefur verið aflýst. 2.1.2024 18:54
Rannsaka umskurð í heimahúsi á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar hvort drengur á öðru aldursári hafi verið umskorinn í heimahúsi á Akureyri haustið 2022. 2.1.2024 18:34
Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2.1.2024 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Unnið verður allan sólarhringinn við varnargarða við Grindavík en undirbúningur framkvæmdarinnar hófst í dag. Líkur á gosi gætu verið að aukast þar sem dregið hefur úr landrisi við Svartsengi en það gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp. 2.1.2024 18:00
Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30.12.2023 21:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir nýjar niðurstöður könnunar Maskínu sem sýna að utanríkisráðherra er sá ráðherra sem flestir telja hafa staðið sig verst á kjörtímabilinu. 30.12.2023 18:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Landssamband veiðifélaga hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli sé algjört. 30.12.2023 11:46