Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 12.6.2020 07:26
Allt að 23 stiga hiti Í dag gengur í sunnanátt, um 5 til 13 metra á sekúndu. Þurrt og bjart verður á Austurlandi, en búast má við rigningu annars staðar. 12.6.2020 06:22
Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11.6.2020 10:56
Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. 11.6.2020 09:03
Play áætlar að hefja leik næsta haust Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. 11.6.2020 08:26
Bandaríkin auka umsvif sín á Grænlandi Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Hún var áður starfrækt á árunum 1940 til 1953. 11.6.2020 08:01
Hiti gæti farið yfir 20 stig Í dag má búast við suðlægri átt og fremur hægum vindi, en þó strekkingi vestanlands fram yfir hádegi. Léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi, og hitinn þar gæti jafnvel farið yfir 20 stig. 11.6.2020 07:17
Meira en tvær milljónir tilfella í Bandaríkjunum Meira en tvær milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 í Bandaríkjunum. Hvergi í heiminum hafa fleiri tilfelli veirunnar verið staðfest. 11.6.2020 06:41
Góðkunningi lögreglunnar klippti á lás og stal rafmagnshlaupahjóli Klukkan hálf sex í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli í Laugardal. 11.6.2020 06:23
Segir frænda sinn hafa reynt að svipta sig lífi eftir misnotkun Þórhalls Inga Sæland, Alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir bróðurson sinn hafa reynt að svipta sig lífi í kjölfar þess að hafa verið misnotaður af Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni. Inga hafði áður sagt frá meintri misnotkun Þórhalls á Facebook. 10.6.2020 11:34
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti