Allt að 24 stiga hiti Lægð milli Grænlands og Íslands stjórnar veðrinu hér á landi næstu daga og suðvestlægar vindáttir verða ráðandi. Í dag fara skil með rigningu yfir vesturhluta landsins og í kjölfarið fylgir skúraveður í kvöld og næstkomandi daga. 12.7.2021 06:22
Fær milljarðinn millifærðan á morgun Maðurinn sem vann rúmlega 1.270 milljónir króna í Vikinglottó í síðasta mánuði fær upphæðina millifærða inn á reikning sinn á morgun, algerlega skattfrjálst. 8.7.2021 14:27
Barnahópur kominn í sóttkví eftir íþróttaæfingu Hópur ellefu og tólf ára barna á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn í sóttkví, eftir að barn sem hafði verið með hópnum á íþróttaæfingu greindist með kórónuveiruna í gær. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. 8.7.2021 12:53
Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7.7.2021 15:00
Starfsmannaskortur í ferðaþjónustu geti hægt á endurreisn greinarinnar Fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga í vandræðum með að fá fólk til vinnu. Hótelrekandi segir skort á starfskröftum valda því að opnun ferðaþjónustunnar gangi hægar en hún gæti annars gert. 6.7.2021 20:00
Moka út meðölum gegn útbreiddu lúsmýinu Lúsmýið sem gerir árlega vart við sig hér á landi er ekki á förum, og hefur dreift sér víða um land. Lyfsalar keppast nú við að selja flugnafælur og önnur meðöl til þess að verja landsmenn fyrir óværunni. 5.7.2021 20:01
„Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. 4.7.2021 13:13
Hádegisfréttir Bylgjunnar Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan tólf og verða í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi. 4.7.2021 11:48
Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4.7.2021 11:01
Minnst 29 látnir eftir að herflugvél brotlenti Minnst 29 manns létust þegar herflugvél brotlenti á filippseysku eyjuna Jolo rétt fyrir hádegi að staðartíma, eða á fjórða tímanum í nótt að íslenskum tíma. 4.7.2021 10:12