Mikill viðbúnaður þegar þyrla flutti veikan göngumann Allar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag vegna veikinda hjá meðlimi gönguhóps sem staddur var á Hlöðufelli, skammt austan Skjaldbreiðar. 28.8.2021 14:28
Hvetur íbúa til að standa saman eftir skotárásina Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina. 28.8.2021 12:34
84 greindust innanlands Í gær greindust minnst 84 innanlands með Covid-19. Af þeim voru 50 í sóttkví við greiningu, en 34 utan sóttkvíar. 28.8.2021 11:12
Ekki lengur stúlka eða drengur Börn verða ekki lengur nýskráð í þjóðskrá með eiginnafnið stúlka eða drengur. Framvegis verða þau skráð í þjóðskrá eingöngu með kenninafni þar til nafngjöf hefur farið fram. 28.8.2021 10:14
Bein útsending: Landsfundur Vinstri grænna Landsfundur Vinstri grænna er á dagskrá í dag klukkan 10. Vísir streymir beint frá viðburðinum. 28.8.2021 10:09
„Partíplata með samviskubiti“ „Oggulítið dóp, eitthvað af kæruleysi, mikið af kynlífi, enn þá meira djamm og heil eilífð af straumum sársauka og hamingju að renna í eitt og sama fljót.“ 27.8.2021 07:00
„Við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum finnur ekki fyrir dvínandi trausti almennings í garð stofnunarinnar til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Nýlegar mælingar benda til þess að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda sé minna en áður. Víðir telur að ágreiningur um aðgerðir geti spilað þar inn í. 27.8.2021 07:00
Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. 26.8.2021 11:45
Andri Ólafsson ráðinn til Landspítala Andri Ólafsson hefur verið ráðinn til að annast fjölmiðlasamskipti Landspítalans. Þetta staðfestir Andri í samtali við fréttastofu. 26.8.2021 09:31
Nafn mannsins sem lést á Eyrarbakka Maðurinn sem lést af slysförum á Eyrarbakka í gær hét Sigurður Magnússon. 25.8.2021 18:01