Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hand­tekinn þegar hann sneri aftur á vett­vang glæpsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um þjófnað og eignaspjöll á hóteli í Reykjavík. Fram kemur í dagbók lögreglu að legið hafi fyrir hver var þar að verki, en viðkomandi hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Leikari varð undir leik­mynd og lést

Rússneskur leikari lést þegar hann lenti undir leikmynd sem var látin síga niður á svið í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu. Atvikið átti sér stað þegar verið var að sýna óperuna Sadko í dag.

MR vann Söng­keppni fram­halds­skólanna

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Fyrir hönd skólans flutti Jóhanna Björk Snorradóttir lagið Distance eftir Yebba.

For­maður Heim­dallar gagn­rýnir vista­skipti Birgis

Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans.

Tali­banar ætli ekki að starfa með Banda­ríkja­mönnum gegn ISIS

Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu.

Kanslari Austur­ríkis stígur til hliðar

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast.

Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn sá langstærsti á þingi, með sautján þingmenn, eftir að Birgir Þórarinsson gekk til liðs við hann. Ákvörðunin er umdeild en í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við varaþingmann Sjálfstæðisflokksins sem segir Birgi þurfa að aðlaga sig að málum Sjálfstæðisflokksins. Þá segir þingflokksformaður að ákvörðun Birgis hafi verið hnífstunga í bak kjósenda.

Hvergi talið aftur nema mögu­lega í Suður­kjör­dæmi

Ekki stendur til að telja aftur atkvæði í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær í neinu þeirra kjördæma þar sem endurtalning hefur ekki þegar farið fram. Beiðni um endurtalningu hefur þó komið fram í einu kjördæmi. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í dag skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað.

Sjá meira