Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sótt­varna­læknir birtir færslur um þróun far­aldursins

Frá og með deginum í dag má vænta þess að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti stuttar færslur á Covid.is, vef Landlæknis og almannavarna, nokkrum sinnum í viku og fjalla um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Fyrsta færslan birtist í dag en þar segir sóttvarnalæknir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi.

Twitter bregst við hækkun þriðju­dags­til­boðsins: „Jæja það er hrun“

Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Tilboðið hefur verið eins konar fasti í skyndibitamenningu landans til fjölda ára, og ráku margir upp stór augu við að sjá það í dag að hið sígilda tilboð hefði runnið sitt skeið.

Hafði áður verið rekinn úr töku­liði vegna byssu­­skots á setti

Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti.

Vill vekja at­hygli á fylgi­kvillum brjósta­stækkunar

Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, lét á dögunum fjarlægja úr sér brjóstapúða sem hún fékk sér fyrir meira en áratug síðan. Hún vill vekja athygli á þeim fylgikvillum sem fylgt geta brjóstastækkun.

Sjá meira