Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Ægir Þór Steinarsson er spenntur fyrir fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í körfubolta í Katowice í Póllandi á morgun. Að leikurinn sé við Ísrael hefur lítil áhrif á leikmenn liðsins. 27.8.2025 22:30
Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael „Við höfum beðið lengi eftir þessu. Síðustu fimm eða sex mánuðir hafa farið í undirbúning fyrir þetta augnablik. Það er kominn fiðringur í magann,“ segir Elvar Örn Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, í aðdraganda fyrsta leik Íslands á EM sem er við Ísrael á morgun. 27.8.2025 16:45
Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum ÍBV er sigurvegari Lengjudeildar kvenna í fótbolta og mun því spila á ný á meðal þeirra Bestu að ári eftir tveggja ára fjarveru. 26.8.2025 09:30
„Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Júlíus Mar Júlíusson, leikmaður KR, segir spennu í hópnum fyrir leik við Stjörnuna að Meistaravöllum í Vesturbæ í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. 25.8.2025 14:18
Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Daninn Patrick Pedersen á langt bataferli fyrir höndum í kjölfar hásinarslita í úrslitaleik Vals og Vestra í Mjólkurbikar karla í fótbolta um helgina. Hann fer undir hnífinn á föstudag. 25.8.2025 11:00
Isak utan vallar en þó í forgrunni Sænski framherjinn Alexander Isak mun engan þátt taka í leik kvöldsins milli Newcastle og Liverpool á St. James‘ Park en fáir hafa þó meiri áhrif á leikinn. Stuðningsmenn Newcastle eru sárir út í Svíann og má búast við rafmögnuðu andrúmslofti. 25.8.2025 10:00
Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, fór meiddur af velli í leik liðsins við Leeds United á laugardag. Hann verður frá um hríð og missir af mikilvægum leik við Englandsmeistara Liverpool. 25.8.2025 09:25
Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Thomas Frank, stjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segist ekki vilja fá leikmenn til liðsins sem ekki vilja koma. Tottenham horfði á eftir Eberechi Eze í hendur erkifjenda sinna og granna í Arsenal. 22.8.2025 16:17
Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace á Englandi, virðist þreyttur á aðgerðaleysi félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar. Útlit er fyrir brotthvarf tveggja lykilmanna á meðan fáir sem engir hafa komið til liðsins, þrátt fyrir sögulega góðan árangur. 22.8.2025 15:31
Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Haukur Helgi Pálsson brast í grát þegar hann tilkynnti liðsfélögum sínum að hann færi ekki með þeim á komandi Evrópumót karla í körfubolta. Hann er á leið í aðgerð á barka en vonast til að geta stutt liðsfélaga sína af hliðarlínunni í Póllandi. 21.8.2025 19:17