Veðurstofan svarar spurningum Seyðfirðinga á íbúafundi Fulltrúar Veðurstofunnar munu halda fund með íbúum Seyðisfjarðar klukkan fjögur í dag þar sem þeir munu fara yfir stöðu mála vegna skriðuhættu úr skriðusárinu, og svara spurningum bæjarbúa. 8.10.2021 11:04
Óvænt símtal um einangrun á síðustu stundu framlengdi draumafríið á Íslandi Draumafrí bandarísku hjónanna John og Kimberly Moran hér á landi var óvænt framlengt um tvær vikur, eftir að þau greindust með Covid-19 rétt áður en þau áttu að fara í flug heim. 8.10.2021 10:53
Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7.10.2021 13:39
Varðskipið Þór losar Strandamenn við grindhvalahræin Varðskipið Þór mun sigla að Árneshreppi á Ströndum á þriðjudaginn og losa heimamenn við rúmlega fimmtíu grindhvalahræ sem liggja í fjörunum við Melavík. RÚV greindi fyrst frá. 7.10.2021 11:45
Fá hærri bætur vegna þaks sem fauk af í miklu óveðri Tryggingafélagið TM þarf að greiða dánarbúi hjóna hærri bætur en það hafði þegar greitt út vegna þaks sem fauk af hluta íbúðarhúss í miklu óveðri sem gekk yfir landið í desember árið 2015. 7.10.2021 11:02
Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7.10.2021 09:00
Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. 6.10.2021 13:30
Kynna tillögur að nýju 970 íbúða hverfi Nýtt hverfi á Akureyri þar sem ráðgert er að 970 íbúðir verði byggðar er í bígerð. Markmiðið er að hverfið verði bæði grænt og vistvænt. 6.10.2021 13:14
Ísland ekki lengur á rauðum lista vestanhafs Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Það þýðir að stofnunin ræður ekki lengur öllum Bandaríkjamönnum frá því að ferðast til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 6.10.2021 09:00