Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. 14.10.2025 14:19
„Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Mikill eldur kom upp í húsnæði Primex á Siglufirði í gærkvöldi og vinnur slökkviliðið enn að því að tryggja vettvang. Framkvæmdastjóri Primex segist hryggur vegna atviksins en um mikilvægasta húsnæði fyrirtækisins er að ræða. 14.10.2025 12:24
„Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni borgarfulltrúa á rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins vera ósanngjarna. Borgarfulltrúi segir illa farið með almannafé en formaður ráðsins bendir á að um þjónustu við borgarbúa sé að ræða. 13.10.2025 13:45
Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Hundaeigandi furðar sig á afskiptum Matvælastofnunar af hundi sínum vegna útiveru dýrsins á lóð hennar. Í bréfi frá stofnuninni kemur fram að aflífa eigi sjúk dýr þó að tveir dýralæknar segi hundinn í fínu ásigkomulagi. Gæludýrið skipti hana öllu máli enda á hún honum líf sitt að þakka. 7.10.2025 19:09
Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins fóru fram í dag þar sem mat var lagt á 20 hunda og eigendur þeirra sem vonast eftir því að taka þátt í hundavinaverkefni Rauða krossins. Það miðar að því að rjúfa félagslega einangrun. Fréttastofa hlaut þann heiður að fylgjast með umræddu mati. 6.10.2025 21:30
„Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Hagfræðingur segir ljóst að mögulegur samruni Íslandsbanka og Skaga muni taka enn meiri tíma en ella vegna anna hjá Samkeppniseftirlitinu sem er nú með nokkur mál til skoðunar. Töluverður fjöldi starfa muni tapast við samrunann en neytendur verða fyrir takmörkuðum áhrifum. 6.10.2025 12:21
„Draumar geta ræst“ Móðir sem beið eftir NPA þjónustu í tvö ár segir líf sitt og dóttur sinnar gjörbreytt nú þegar að hún hefur fengið þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Hún segir draum hafa ræst og fagnar frelsinu sem fylgir því að geta loks gert hefðbundna hluti. - Tómas Arnar hitti mæðgurnar á leikvelli 5.10.2025 23:47
„Algjörlega alveg út í hött“ Íbúi við Grettisgötu segist upplifa valdaleysi og örvæntingu gagnvart kerfinu en að hávaðasamar framkvæmdir hafa staðið yfir steinsnar frá heimili hans mörgum mánuðum lengur en upphaflega stóð til. Hann segir framkvæmdina glórulausa og heilsuspillandi. 3.10.2025 23:16
Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Mikil eftirvænting ríkti á Grund vegna sérstakrar sýningar á heimildarmynd um lífið á hjúkrunarheimilinu. Leikstjórinn segir um þýðingarmikla stund að ræða en heimilisfólk kveðst þakklátt fyrir störf hennar 3.10.2025 22:15
Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins greiða fasta yfirvinnu í stað tímamældrar yfirvinnu líkt og tíðkast á almenna vinnumarkaðnum að sögn Viðskiptaráðs. Hagfræðingur ráðsins segir að falla ætti með öllu frá fastri yfirvinnu í stað þess að hún aukist með árunum. 3.10.2025 12:25