Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Selur í­búð sem hann gerði upp og flytur í ó­dýrari í­búð

Nýbúi frá Moldóvu hyggst selja íbúð sem hann hefur verið að gera upp síðastliðið eitt og hálft ár eins síns liðs og flytja í minni og ódýrari íbúð hinu megin við götuna. Ástæðuna segir hann vera til að borga niður lánið sitt og verða skuldlaus.

Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga

Sorpa segist vera tilbúin að skoða nýjar leiðir til að gera fólki kleift að taka við ónothæfum hlutum sem berast með nytjagámum sem á að farga. Þróunarstjóri segir það geta verið hættulegt þegar fólk reynir að bjarga hlutum frá förgun á endurvinnslustöðum.

Beðin um að til­kynna líkfundi

Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar.

Verk­fall kennara skollið á

Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember.

„Við biðjum öll fyrir fram­tíð þessa unga efnismanns“

„Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“

Vitað mál að allir flokkar berjist ekki fyrir al­manna­hag

„Það segjast allir flokkar vera berjast fyrir almannahag þó að allir vita að það sé ekki satt. Við erum almannahagsmuna flokkur og eigum við ekki bara lofa okkur að telja upp úr kössunum og sjá hverju við getum náð fram þegar við förum að ná okkar málum fram. Þetta snýst allt um málamiðlanir.“

Ný­fæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn

Al­ex­andra Helga Ívars­dótt­ir, eig­andi barnafata­versl­un­ar, og Gylfi Þór Sig­urðsson knattspyrnumaður eignuðust dreng þann sautjánda október. Nú hefur drengurinn fengið nafnið Róman Þór Gylfason.

Karl Gauti og Ólafur Ís­leifs­son snúa aftur

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, mun leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Í kvöld samþykkti félagsfundur Miðflokksins tillögu uppstillingarnefndar um framboðslitann í kjördæminu

Verk­fall lækna gæti hafist 18. nóvember

Atkvæðagreiðsla Læknafélags Íslands um hvort gripið verði til aðgerða stendur nú yfir. Það mun liggja fyrir klukkna 16:00 á fimmtudaginn hvort læknar ráðist í verkfallsaðgerðir en kjaraviðræður eru þó enn í fullum gangi að sögn Steinunnar Þórðardóttur, formanns Læknafélags Íslands.

Sjá meira