Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur um dulda launa­hækkun skrif­stofu­fólks að ræða

Níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins greiða fasta yfirvinnu í stað tímamældrar yfirvinnu líkt og tíðkast á almenna vinnumarkaðnum að sögn Viðskiptaráðs. Hagfræðingur ráðsins segir að falla ætti með öllu frá fastri yfirvinnu í stað þess að hún aukist með árunum.

„Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“

Kona sem var rúmliggjandi í nokkurn tíma vegna baráttu sinnar við POTS-heilkennið neyddist til að leita á bráðamóttökuna eftir að heilsugæsla hennar hætti að veita vökvagjöf. Hún óttast að enda aftur á sama stað nú þegar búið er að stöðva niðurgreiðslu úrræðisins

„Á­kveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu

Íbúi á Stöðvarfirði segist langþreytt eftir að hafa neyðst til að sjóða allt sitt neysluvatn í tvo mánuði. Hún biðlar til stjórnvalda að taka málum er varða neysluvatn alvarlega og segir ljóst að eitthvað þurfi að breytast.

Reiknað með af­skiptum af öllum sam­komum Vítisengla

Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu við Auðbrekku skammt frá húsakynnum Vítisengla í gærkvöld en töluverður viðbúnaður var á svæðinu. Lögreglufulltrúi segir það viðbúið að lögreglan haldi áfram að skipta sér af samkomum samtakanna í framtíðinni en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð.

Lög­reglan með málið til rann­sóknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nú með til rannsóknar atvik sem átti sér stað í gærkvöldi þar sem bátur sökk en hann var bundinn við Óseyjarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Lögreglan bíður þess að báturinn verði hífður á land til að rannsaka málið frekar.

„Þjóðar­öryggis­ráð er ekki upp á punt“

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það óskiljanlegt með öllu að ekki sé búið að kalla saman þjóðaröryggisráð Íslands í ljósi drónaumferðar yfir flugvöllum í Danmörku. Núverandi utanríkisráðherra segist sýna því skilning en bendir á að kalla eigi þjóðröryggisráð af „yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“

Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17

Mjög vel hefur gengið að lagfæra skemmdir á varnargörðum og Hringveginum vestan Jökulsár í Lóni og reiknar Vegagerðin með því að hægt verði að hleypa umferð á veginn klukkan 17:00 síðdegis í dag ef ekkert óvænt kemur upp á.

Af­plána lík­legast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni

Afbrotafræðingur segir þunga dóma í Gufunesmálinu ekki koma á óvart og að mennirnir muni líklegast afplána í fjögur til fimm ár á Litla hrauni. Svo virðist sem að dómar yfir ungu fólki séu að þyngjast nýlega en erfitt að segja hvort það sé vegna aukinnar umræðu um ofbeldi og vopnaburð meðal ungmenna.

Sjá meira