Blaðamaður

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Þorsteinn er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vaxta­á­lag bankanna hríð­féll um meira en hundrað punkta í vikunni

Vaxtaálag á útgáfur íslensku bankanna í erlendri mynt lækkaði allverulega í þessari viku á eftirmarkaði, eða um meira en 100 punkta, samhliða kröftugum viðsnúningi á evrópskum skuldabréfamörkuðum. Með lækkandi vaxtaálagi gætu bankarnir átt kost á því að fjármagna sig á töluvert hagstæðari kjörum en þeir hafa gert á síðustu mánuðum.

Töluvert meira álag sett á borgarbréfin en sambærileg bréf

Ávöxtunarkrafan sem var gerð til skuldabréfa Reykjavíkurborgar í síðasta útboði er nokkuð hærri en krafan á samanburðarhæf bréf. Að sögn viðmælenda Innherja kann versnandi grunnrekstur borgarinnar og efasemdir um að útgáfuáætlun fyrir þetta ár haldi að skýra hækkun ávöxtunarkröfunnar umfram það sem gengur og gerist.

Seðlabankinn breytir skipuritinu til að „styrkja fjármálaeftirlit“

Seðlabankinn hefur breytt skipuriti sínu þannig að fagsviðum sem sinna fjármálaeftirliti fækkar úr fjórum í tvö. Breytingarnar eru sagðar taka mið af þeirri þróun sem átt hefur sér stað á fjármálamarkaði og hafa það að markmiði að styrkja fjármálaeftirlit bankans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum. 

SA með helmingi stærri vinnu­deilu­sjóð en Efling

Vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins, sem ætlað er að bæta félagsmönnum samtakanna upp það tap sem þeir verða fyrir á meðan verkföllum stendur, er umtalsvert stærri en vinnudeilusjóður Eflingar. Þetta má lesa úr síðustu ársskýrslum samtakanna.

Boðar skyldu­­­­­nám­­­­­skeið um hatur­s­orð­ræðu fyrir fjölda opin­berra starfs­manna

Kjörnum fulltrúum og fjölda opinberra starfsmanna verður gert að sækja námskeið um hatursorðræðu samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun sem forsætisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Drögin mæla fyrir um vöktun á því hvort opinberir starsfmenn sæki námskeiðið og jafnframt vilja stjórnvöld tryggja þátttöku sem flestra á hinum almenna vinnumarkaði.

Viska skilaði 11 prósenta á­vöxtun í krefjandi fjár­festinga­um­hverfi

Gengi Visku rafmyntasjóðs, fyrsta íslenska fagfjárfestasjóðsins sem sérhæfir sig í rafmyntum, hækkaði um 11 prósent frá stofnun sjóðsins í júlí fram til áramóta. Á tímabilinu þróaðist gengi sjóðsins með hagfelldari hætti en gengi tveggja stærstu rafmyntanna, íslensku úrvalsvísitölunnar og hinnar bandarísku S&P 500.

Óður til sprengjugleðinnar

Seltjarnarnesbær stóð ekki fyrir flugeldasýningu á Valhúsahæð þetta árið en í tilkynningu til bæjarbúa kom fram að öryggis- og umhverfissjónarmið hefðu vegið þungt. Ákvörðunin var svo sem í samræmi við afstöðu Umhverfisstofnunar sem beindi því vinsamlega til landsmanna fyrir jól að finna sér umhverfisvænni áramótahefðir, til dæmis að öskra árið burt. 

Tónlist varð eins og skuldabréf og verðið rauk upp

Stofnendur Öldu Music, sem er rétthafi að bróðurparti allrar íslenskrar tónlistar og var fyrr á árinu selt til Universal Music Group, sáu fyrir sér að streymisveitur myndu gjörbreyta rekstrargrundvelli íslenskrar tónlistar. Stöðugt tekjustreymi ásamt lágu vaxtastigi gerði það að verkum að verðmiðinn á tónlist, þar á meðal íslenskri tónlist, margfaldaðist á örfáum árum.

Sjá meira