Björk heldur þrenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst Söngkonan Björk Guðmundsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni um helgina að hún ætlaði að bjóða Íslendingum á tónleika. Á tónleikunum ætlar hún að halda upp á alla íslensku tónlistarmennina sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina, samtals yfir hundrað einstaklingar. 29.6.2020 11:01
Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28.6.2020 11:40
Dagskrá HönnunarMars: Dagur fimm Í dag er síðasti dagur HönnunarMars hátíðarinnar. Við minnum á að alla dagskránna er hægt að nálgast á heimasíðu HönnunarMars og þar er hægt að finna gagnvirkt kort sem sniðugt er að til að skipuleggja sýningarflakk dagsins. 28.6.2020 10:00
Nýta tóm verslunarrými í miðborginni til að sýna hönnun í gegnum glugga Hönnuðir og húsnæðiseigendur í miðbænum leiða saman hesta sína og gefa gestum og gangandi tækifæri á að skoða alls kyns hönnun núna í tilefni HönnunarMars sem lýkur í dag. Í gegnum tíu glugga víðs vegar um miðborgina hefur vegfarendum verið boðið að staldra við, líta inn um glugga og fá innsýn í fjölbreytilegan heim hönnunar. 28.6.2020 09:00
Tegund ofbeldis sem þrífst í þögninni: „Kölluð grjón og núðla“ Anna Jia segir að fordómar þrífist á Íslandi bæði í húmor og þögn. Hún hvetur Íslendinga til að vanda sig meira. 28.6.2020 07:00
Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall þrjú Í hönnunarspjallþætti dagsins verður farið yfir sýningar og viðburði dagsins áður og það sem framundan er á HönnunarMars. Garðar og Hlín Helga ræða í dag við Arnhildi Pálmadóttur arkitekt, Eygló Margréti Lárusdóttur fatahönnuð og stofnanda vörumerkisins EYGLÓ, Baldur Helga Snorrason arkitekt og Arnar Inga Viðarsson, grafískan hönnuð. 27.6.2020 14:00
„Þakklát fyrir hvern dag sem við getum verið að þessu“ Hönnunarteymið AGUSTAV er skipað hjónunum Ágústu Magnúsdóttur og Gustav Jóhannssyni. Þau taka þátt í HönnunarMars í ár og sýna bæði í Hafnarborg og í nýlegri verslun sinni á Skólavörðustíg 22. Þau vinna með við og nýta hvern einasta viðarbút sem þau fá alveg í þaula. 27.6.2020 11:33
Hönnun og myndlist mætast í einu og sama efninu Á sýningunni efni:viður í Hafnarborg í Hafnarfirði er viður í forgrunni. Um er að ræða sýningu sem tvinnar saman innanhúshönnun, vöruhönnun og upplifunarhönnun. 27.6.2020 07:00
Stafrænn gagnagrunnur í vefnaði opnaður formlega á HönnunarMars Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra opnaði á HönnunarMars nýjan stafrænan gagnagrunn í vefnaði. Gagnagrunnurinn er á vegum Textílmiðstöðvar Íslands, og fór formlega opnunin fram á sýningunni Hefðbundin munstur í stafrænni framtíð. 26.6.2020 16:00