Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Björk heldur þrenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni um helgina að hún ætlaði að bjóða Íslendingum á tónleika. Á tónleikunum ætlar hún að halda upp á alla íslensku tónlistarmennina sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina, samtals yfir hundrað einstaklingar.

Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta

Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna.

Dagskrá HönnunarMars: Dagur fimm

Í dag er síðasti dagur HönnunarMars hátíðarinnar. Við minnum á að alla dagskránna er hægt að nálgast á heimasíðu HönnunarMars og þar er hægt að finna gagnvirkt kort sem sniðugt er að til að skipuleggja sýningarflakk dagsins.

Nýta tóm verslunarrými í miðborginni til að sýna hönnun í gegnum glugga

Hönnuðir og húsnæðiseigendur í miðbænum leiða saman hesta sína og gefa gestum og gangandi tækifæri á að skoða alls kyns hönnun núna í tilefni HönnunarMars sem lýkur í dag. Í gegnum tíu glugga víðs vegar um miðborgina hefur vegfarendum verið boðið að staldra við, líta inn um glugga og fá innsýn í fjölbreytilegan heim hönnunar.

Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall þrjú

Í hönnunarspjallþætti dagsins verður farið yfir sýningar og viðburði dagsins áður og það sem framundan er á HönnunarMars. Garðar og Hlín Helga ræða í dag við Arnhildi Pálmadóttur arkitekt, Eygló Margréti Lárusdóttur fatahönnuð og stofnanda vörumerkisins EYGLÓ, Baldur Helga Snorrason arkitekt og Arnar Inga Viðarsson, grafískan hönnuð.

„Þakklát fyrir hvern dag sem við getum verið að þessu“

Hönnunarteymið AGUSTAV er skipað hjónunum Ágústu Magnúsdóttur og Gustav Jóhannssyni. Þau taka þátt í HönnunarMars í ár og sýna bæði í Hafnarborg og í nýlegri verslun sinni á Skólavörðustíg 22. Þau vinna með við og nýta hvern einasta viðarbút sem þau fá alveg í þaula.

Stafrænn gagnagrunnur í vefnaði opnaður formlega á HönnunarMars

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra opnaði á HönnunarMars nýjan stafrænan gagnagrunn í vefnaði. Gagnagrunnurinn er á vegum Textílmiðstöðvar Íslands, og fór formlega opnunin fram á sýningunni Hefðbundin munstur í stafrænni framtíð.

Sjá meira