Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Afhentu Báru 136 heimaprjónaðar flíkur fyrir meðferðarheimili hér á landi

Ljósið afhenti Báru Tómasdóttur nýverið framlag sitt til verkefnisins Kærleiks í hverri lykkju. Bára missti son sinn Einar Darra, sem lést eftir neyslu róandi lyfja aðeins 18 ára gamall. Kærleikur í hverri lykkju er á vegum Minningarsjóðs Einars Darra sem stendur fyrir vitundarvakningu og forvarnarfræðslunni Eitt líf með það að markmiði að sporna við og draga úr misnotkun ávana- og fíkniefna, sér í lagi meðal ungmenna.

Klara Elías með fallega Presley ábreiðu

Söngkonan og lagahöfundurinn Klara Elías birti á samfélagsmiðlum fallega ábreiðu af Elvis Presley laginu . Lagið er í miklu uppáhaldi hjá Klöru, sem býr í Los Angeles í Bandaríkjunum. Myndband Klöru má finna í spilaranum hér fyrir neðan.

„Aldrei liðið jafn illa á ævinni“

Rikki G þurfti í gær að skipta yfir í kvenmannssundbol í vinnuni í gær og skella sér út á Suðurlandsbrautina þar sem FM957 er staðsett. Egill Ploder samstarfsmaður hans í Brennslunni var með myndavélina á lofti og náði þessu öllu á myndband.

Nýtt lag frá MAMMÚT: „Lærðum að þekkja okkur betur sem hópur“

Hljómsveitin MAMMÚT gaf út smáskífuna Prince í dag, en laginu lýsa þau sem leikandi indí-goth með hljóðheim sem minnir á fantasíuferðalag frá níunda áratugnum. Lagið er að finna á tilvonandi plötu þeirra, Ride The Fire, sem kemur út 23. október næstkomandi.

Miss Universe Iceland frestað þangað til í október

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta Miss Universe Iceland keppninni sem átti að fara fram þann 21. ágúst. Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri keppninnar segir að keppnin fari þess í stað fram þann 23. október.

Sjá meira