Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu

Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra.

Átti erfitt með að tengjast hlutverkinu „mamma“

„Þetta er búið að vera ævintýralegt,“ segir tónlistarkonan og fjölmiðlakonan Karitas Harpa Davíðsdóttir um síðustu mánuði. Karitas Harpa á nú von á sínu þriðja barni en eftir að hún eignaðist barn númer tvö missti hún verktakavinnuna hjá RÚV.

Flúði land til að fá betri heilbrigðisþjónustu fyrir drenginn sinn

Lena Larsen er móðir langveiks barns og þurfti að þurfti að flytja af landi brott til að fá þá heilbrigðisþjónustu sem sonur hennar þurfti á að halda. Hún segir að mikilvægt sé að fjölskyldur geti verið í sínu heimalandi og fái það aðhald og þjónustu sem þau eiga rétt á í þessum aðstæðum.

Leita að hugrökkum þingmanni eða ráðherra til að taka málið lengra

Foreldrar langveikra barna eru flestir í sífelldri baráttu við kerfið hér á landi og segja að það sé löngu kominn tími á breytingar. „Við erum öll alltaf að reyna að kalla eftir hjálpinni og það er hlustað, höldum við, og við erum öll ótrúlega sátt þegar við förum og tölum við einhvern en svo gerist bara ekkert, það er enginn sem fylgir því eftir,“ segir Þórunn Eva um kerfið hér á landi.

Sjá meira