Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Manna­kjöt vakti lukku á Hrekkja­vöku

Útgáfu ljóðabókarinnar Mannakjöts var fagnað rækilega í útgáfuhófi á Tryggvagötu 10 á þriðjudag. Um hundrað manns mættu til að hlusta á rithöfundinn Magnús Jochum Pálsson lesa upp úr bókinni, neyta veiga og kaupa árituð eintök beint frá höfundi.

„Nýr leik­skóli í nýju landi“

Skúli Mogensen, athafnamaður og unnusta hans Gríma Björg Thorarensen innanhúshönnuður eru stödd á Balí þar sem synir þeirra eru byrjaðir í leikskóla.

Icelandair frum­sýnir nýjan einkennisfatnað

Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni.

Stjörnur landsins eins og þú hefur aldrei séð þær fyrr

Hrekkjavakan fór fram með pompi og prakt víðs vegar um landið þar sem heilu hverfin voru skreytt í anda hátíðarinnar. Ungir jafnt sem aldnir klæddu sig upp í allra kvikinda líki og gengu húsanna á milli í von um sælgæti. Stjörnur landsins létu sig ekki vanta í gleðina og birtu myndir af afrakstrinum á samfélagmiðlum.

Óvenjuleg íbúð í stórborgarstíl

Í Listhúsinu við Engjateig í Laugardalnum er falleg og björt tveggja hæða íbúð til sölu. Eignin er í anda loft-íbúða erlendis sem einkennast af opnum og björtum rýmum með aukinni lofthæð. Ásett verð fyrir eignina er 142 milljónir.

„Mér finnst óléttir líkamar það fallegasta sem ég sé“

Hin lífsglaða ofurkona Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Emil Þór Jóhannsson unnusti hennar eiga von á sínu þriðja barni á næstu vikum. Fyrir eiga þau tvo drengi, Sæmund og Hólmbert. Samhliða móðurhlutverkinu er Sylvía annar hlaðvarpsstjórnandi Normsins, athafnakona með meiru og áhrifavaldur.

Myndaveisla: „Við erum ennþá nákvæmlega sömu gaurarnir“

Rappdúettinn Úlfur Úlfur, sem samanstendur af Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni, gaf út plötuna Hamfarapopp á dögunum sem er þeirra fyrsta breiðskífa frá árinu 2017. Fyrir hafa þeir gefið út þrjár plötur. 

Sjá meira