Ráðin framkvæmdastjóri undirbúnings hátíðahalda aldarafmælis fullveldis Íslands Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri vegna undirbúnings hátíðahalda í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. 6.4.2017 15:16
Dæmdur til að greiða skólanum sekt eftir að hafa farið með dóttur sína í frí í leyfisleysi Hæstiréttur Bretlands hefur dæmt Jon Platt, föður stúlku, til að greiða skóla stúlkunnar 120 pund í sekt vegna þess að hann fór með dóttur sína í frí til Flórída án þess að hafa fengið leyfi frá skólanum til að fara með barnið í frí. Sektin var upphaflega 60 pund. 6.4.2017 14:52
Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6.4.2017 10:30
Framkvæmdastjóri IKEA: „Þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu. 5.4.2017 19:00
Barry Manilow kemur út úr skápnum Poppstjarnan Barry Manilow tjáir sig í fyrsta sinn um kynhneigð sína í viðtali við tímaritið People sem birt er í dag og segir þar frá 40 ára ástarsambandi sínu við eiginmann sinn, Garry Kief, sem er einnig umboðsmaðurinn hans. 5.4.2017 15:32
Borgarfulltrúar afsala sér launahækkun Kjararáðs Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisnefndar borgarinnar um að gera breytingar á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa. 5.4.2017 13:15
Lögreglan lýsir eftir karlmanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Marek Marko. 5.4.2017 12:50
Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5.4.2017 10:00
Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4.4.2017 16:01
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4.4.2017 15:40