Ökumaðurinn sem velti bílnum gaf sig fram við lögreglu Maður sem velti bíl á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur í hádeginu í dag var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom á staðinn. 10.4.2017 17:55
Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7.4.2017 16:41
Laugarnesvegi lokað vegna bílslyss Laugarnesvegi hefur verið lokað eftir árekstur sem varð á gatnamótum Kirkjusands og Laugalækjar rétt fyrir klukkan hálfþrjú í dag. 7.4.2017 15:09
Grímur tekur tímabundið við kynferðisbrotadeildinni Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur tekið tímabundið við sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. 7.4.2017 14:45
Sigríður Björk segir eina kvörtun vegna meints eineltis af hennar hálfu hafa borist innanríkisráðuneytinu Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu, segir að ein kvörtun vegna meints eineltis af hennar hálfu hafi borist innanríkisráðuneytinu, nú dómsmálaráðuneyti, og að fyrir liggi drög að niðurstöðu óháðs sérfærðings vegna hennar. 7.4.2017 14:19
Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7.4.2017 12:45
Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7.4.2017 11:45
Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7.4.2017 10:30
Michael Caine kaus með Brexit Breski stórleikarinn Michael Caine kaus með Brexit í atkvæðagreiðslunni sem fram fór í júní í fyrra, eins og meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði, og ákváðu þar með að Bretland mun ganga úr Evrópusambandinu. 6.4.2017 16:42
Færeyingar loksins orðnir 50 þúsund talsins Frændur okkar í Færeyjum hafa náð langþráðu takmarki í íbúafjölda; þeir eru orðnir alls 50 þúsund talsins. 6.4.2017 16:04