Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. 11.4.2017 23:30
Sprengjuárásin í Dortmund: Telja að knattspyrnuliðið hafi verið skotmarkið Þýska lögreglan telur að sprengjurnar þrjár sem sprungu við rútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund í kvöld hafi verið beint að liðinu sjálfu, það hafi verið skotmarkið. 11.4.2017 22:11
Faðirinn játar að hafa myrt konu sína og börn 38 ára gamall maður, sem lögreglan í Danmörku handtók í dag grunaðan um að hafa myrt börnin sín þrjú og barnsmóður sína, hefur játað morðin. 11.4.2017 21:36
Fjársvikamálið: Dómarnir skilorðsbundnir vegna „stórfellds og ámælisverðs dráttar“ við meðferð málsins Dómar yfir átta einstaklingum sem ákærðir voru fyrir aðild að einu umfangsmesta fársvikamáli sem komið hefur upp hér á landi voru allir skilorðsbundnir vegna "stórfellds og ámælisverðs dráttar“ við meðferð málsins, eins og það er orðað í dómi Héraðsdóms Reykjaness. 11.4.2017 20:45
Hrollvekjandi stikla fyrir Ég man þig fær hárin til að rísa Vísir frumsýnir nú nýja stiklu fyrir kvikmyndina Ég man þig sem frumsýnd verður eftir tæpan mánuð eða þann 5. maí næstkomandi. Myndin er gerð eftir samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur en leikstjóri myndarinnar er Óskar Þór Axelsson. 11.4.2017 19:49
Telur að það vanti 4.600 íbúðir til að ná jafnvægi á fasteignamarkaði Íbúðalánasjóður hefur unnið greiningu á vöntun á fasteignamarkaðnum að beiðni Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra. 11.4.2017 18:03
Tímamótarannsókn á heilanum: Telja sig hafa sannað að okkur dreymir í raun og veru Vísindamenn hafa uppgötvað hvaða svæði það eru í heilanum sem hafa með drauma okkar að gera en rannsóknin sem leiddi þessar uppgötvanir í ljós mun hafa verulega þýðingu fyrir skilning okkar á tilgangi drauma þegar við sofum auk þess sem hún mun auka skilninginn á meðvitundinni sjálfri. Þá gefa breytingar í virkni heilans vísbendingar um hvað draumurinn er. 11.4.2017 00:13
Blint á Hellisheiði í kvöld og nótt Blint verður til aksturs á Hellisheiði í nótt þar sem búast má við vindi frá 14 til 16 metra á sekúndu. 10.4.2017 22:32
Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10.4.2017 21:30
Urðu skelfingu lostin þegar ökumaður keyrði hratt á eftir þeim á göngustíg í Laugardalnum Tveir fimmtán ára unglingar voru skelfingu losnir eftir að ökumaður keyrði hratt á eftir þeim á göngustíg í Laugardalnum í Reykjavík síðdegis í dag. Krakkarnir voru á vespu þegar þau segja tvo menn í svartri Opel Astru-bifreið hafa komið á fullri ferð í átt að þeim. 10.4.2017 21:02