

Sunna Kristín Hilmarsdóttir
Nýjustu greinar eftir höfund

Ísland áfram grænt
Ísland er áfram eina „græna“ landið samkvæmt korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni.

„Má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina“
Veðurspáin fyrir helgina er ekkert sérstök og að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands „má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina“.

Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum
Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur.

Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví
Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví.

Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi
Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig.

Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina
Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina.

„Ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar“
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir erfitt að segja til um hversu mikið samfélagslegt smit er orðið eða hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin.

„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur.

Ríkisstjórnin fundar um hertar aðgerðir innanlands
Ríkisstjórnin kemur saman til aukafundar síðar í dag til að ræða tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um hertar aðgerðir innanlands vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Kári vill að stjórnvöld skelli öllu í lás
Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru utan sóttkvíar og hinir fjórtán í sóttkví. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að stjórnvöld skelli öllu í lás.