„Við vitum hvað er að fara koma á okkur“ „Varnarleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og markvarslan góð. Sóknarleikurinn var köflóttur, hann byrjaði mjög vel en síðan gerum við of mikið af mistökum í fyrri hálfleik. Það breyttist algjörlega í seinni hálfleiknum. Svo var ég rosalega ánægður að skora tólf mörk úr hraðaupphlaupum í gær,“ segir Guðmundur Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í handbolta í gær. 14.1.2023 09:01
Myndasyrpa: Hart barist í fótboltanum á æfingu landsliðsins Íslenska landsliðið í handbolta æfði í Kristianstad Arena í dag. Fyrir æfinguna hélt Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fund í miðjuhringnum og svo var farið beint í fótbolta. 13.1.2023 20:38
Nauðsynlegt að vera algjör proffi á svona stórmótum „Það er frábært að byrja mótið á þessum tveimur punktum og þessi fjögur mörk sem við náum að vinna leikinn með eru mjög mikilvæg,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður íslenska landsliðsins, á æfingu liðsins í Kristianstad í Svíþjóð í dag. 13.1.2023 14:47
HM í dag: Í spennufalli eftir sigurleik á heimavelli í Svíþjóð Það var einstök stemning á leik Íslands og Portúgals í fyrsta leik liðanna á HM í Kristianstad í gærkvöldi. Íslendingarnir eru mættir á mótið með látum, bæði innan og utan vallar. 13.1.2023 11:01
Bjarki átti erfitt með sig þegar þjálfari Portúgals útskýrði heyrnartólin Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Portúgals á HM í handbolta kom sumt sérstakt fram. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður RÚV, spurði Paulo Fidalgo, sem stýrði Portúgal í kvöld, af hverju hann hefði verið með heyrnatól allan leikinn. 12.1.2023 21:55
Viktor Gísli með sérhannaða olnbogahlíf frá Össurri „Ég er mjög spenntur og búinn að bíða lengi eftir þessu og maður er farinn að fá smá fiðring í magann,“ segir markvörður íslenska landsliðsins fyrir fyrstu æfingu íslenska landsliðsins sem mætir Portúgal á HM í kvöld klukkan 19:30. 12.1.2023 14:30
Pressan engin afsökun „Þetta er frábær höll. Ég hef spilað hérna einu sinni eða tvisvar með landsliðinu og félagsliði á móti Óla [Guðmundssyni] og þeim í Meistaradeildinni og hér myndast mikil stemning og þetta er algjör gryfja,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, fyrir fyrstu æfingu landsliðsins á HM í handbolta en liðið mætir Portúgal í fyrsta leik mótsins annað kvöld. 12.1.2023 12:00
HM í dag: Íslendingar fá íþróttasal undir sitt Fan Zone og alvöru bjór Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM í Kristianstad Arena í kvöld og mætir liðið Portúgal í fyrsta leik. 12.1.2023 11:00
„Hægt að horfa á það þannig að við línumennirnir séum ekki alveg á sama stað“ Elliði Snær Viðarsson segist vera klár í slaginn fyrir leikinn gegn Portúgal í kvöld en Ísland mætir Portúgal klukkan 19:30 í fyrsta leik liðsins á HM. 12.1.2023 10:01
„Get eiginlega ekki beðið“ „Mér líður ótrúlega vel og ég get eiginlega ekki beðið,“ segir Elliði Snær Viðarsson leikmaður íslenska landsliðsins fyrir fyrstu æfingu liðsins í Kristanstad Arena í dag. Liðið mætir Portúgal í fyrsta leik á HM annað kvöld. 11.1.2023 14:47