Íþróttafréttamaður

Stefán Árni Pálsson

Stefán Árni er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta var bara slys“

„Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum.

Myndasyrpa: Strákarnir hrista af sér tapið

Íslenska landsliðið æfði í Kristianstad Arena í Svíþjóð í dag. Leikmenn liðsins notuðu gærkvöldið til að hugsa út í tapið gegn Ungverjum en í dag er nýr dagur og allir ákveðnir í því að snúa til baka með stæl.

„Auðvitað er maður þreyttur“

„Gærkvöldið var leiðinlegt og þetta var bara gríðarlegt svekkelsi,“ segir Ómar Ingi Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad Arena í dag. Eins og alþjóð veit tapaði liðið fyrir Ungverjum á HM í gærkvöldi, 30-28.

HM í dag: Kalt er það Klara

Það var þungt í þeim hljóðið þegar þeir Stefán Árni Pálsson og Henry Birgir Gunnarsson gerðu upp leik Íslands og Ungverjalands á HM í handbolta.

„Við vitum hvað er að fara koma á okkur“

„Varnarleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og markvarslan góð. Sóknarleikurinn var köflóttur, hann byrjaði mjög vel en síðan gerum við of mikið af mistökum í fyrri hálfleik. Það breyttist algjörlega í seinni hálfleiknum. Svo var ég rosalega ánægður að skora tólf mörk úr hraðaupphlaupum í gær,“ segir Guðmundur Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í handbolta í gær.

Nauðsynlegt að vera algjör proffi á svona stórmótum

„Það er frábært að byrja mótið á þessum tveimur punktum og þessi fjögur mörk sem við náum að vinna leikinn með eru mjög mikilvæg,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður íslenska landsliðsins, á æfingu liðsins í Kristianstad í Svíþjóð í dag.

Sjá meira