Forstjóraskipti hjá Ice-Group Jón Gunnarsson forstjóri sjávarútvegsfélagsins Ice-Group hefur látið af störfum sem forstjóri félagsins vegna aldurs eftir fimm ár í starfinu. Hann tekur við stjórnarformennsku hjá félaginu. 1.8.2025 11:36
Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Karlmaður og kona hafa verið sakfelld fyrir fjársvik með því að hafa móttekið ofgreidd laun frá vinnuveitenda mannsins um sex milljónir króna, neitað að borga þau til baka og ráðstafað laununum í eigin neyslu. 1.8.2025 09:11
Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Í dag nálgast ört dýpkandi lægð landið úr suðvestri og mun hún stýra veðrinu næstu daga. Veðrið fer smám saman versnandi í dag með vaxandi suðaustanátt og rigningu, en það verður hins vegar að mestu bjart á norðaustanverðu landinu. 1.8.2025 07:48
Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra reiknar með að virkjunarframkvæmdir við Hvammsvirkjun haldi áfram innan tíðar. Hann segir áhrifin af úrskurði umhverfis- og auðlindamála óveruleg. 1.8.2025 07:31
Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigand fagnar niðurstöðunni en er ekki bartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Lansvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. 31.7.2025 16:07
Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Reykjavíkurborg hafnar því að framkvæmdir á nýju skólaþorpi í Laugardal hafi verið settar af stað án þess að samþykkt skipulag á svæðinu liggi fyrir, líkt og fulltrúar KSÍ hafa undanfarna daga haldið fram. 31.7.2025 15:25
Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Lögregla handtók mann í miðborginni í hádeginu sem hélt á stórum hníf og ógnaði öðrum vegfarendum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. 31.7.2025 14:30
Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Nemendur í einkareknum grunnskólum á landinu hafa aldrei verið fleiri. Í leið hafa grunnskólanemar með erlent móðurmál og erlent ríkisfang aldrei verið fleiri. 31.7.2025 12:18
Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir embættið undir allt búið fyrir þjóðhátíð í Eyjum, sem hefst formlega á morgun. Viðbragð hefur verið aukið í öllum deildum lögreglu. 31.7.2025 11:40
Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31.7.2025 10:43