„Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Viðskiptavinir Vís sem greitt hafa fyrir ferðatryggingu með korti frá Íslandsbanka fá ferð ekki bætta vegna forfalla af völdum veikinda ef þeir sóttu sér aðstoð tengda þeim veikindum hálfu ári áður en ferðin var keypt. 30.7.2025 16:53
Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Landeigendur við Þjórsá hafa lagt fram stöðvunarkröfu á framkvæmdir við Hvammsvirkjun til úrskurðarnefndar umhverfismála. Þeir krefjast þess að virkjanaframkvæmdirnar verði stöðvaðar án tafar. 30.7.2025 16:43
Ætlar í pásu frá giggum Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin ætlar að taka sér pásu frá því að koma fram á tónleikum og öðrum viðburðum eftir verslunarmannahelgina. Hann hyggst einbeita sér að rekstri fyrirtækis síns. 30.7.2025 14:39
8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda ríkja við Kyrrahafið eftir 8,8 stiga jarðskjálfta sem varð rétt fyrir utan Kamsjatkaskaga í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Um hálfum sólarhring eftir jarðskjálftann hófst eldgos á Kamsjatkaskaganum. 30.7.2025 06:11
Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Stór jarðskjálfti varð í Vatnajökli um klukkan 23:40 í kvöld. Var hann 5,2 stig. 28.7.2025 00:15
Destiny's Child með óvænta endurkomu Popptríóið Destiny's Child var með óvænta endurkomu á lokatónleikum Beyoncé í tónleikaröðinni Cowboy Carter Tour í Las Vegas í gærkvöldi. 27.7.2025 23:54
Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27.7.2025 23:29
Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tónlistarkona og Ólafur Friðrik Ólafsson gengu í hjónaband í Hafnarfjarðarkirkju í gær. Gríðarleg stemning var í brúðkaupsveislunni á Nasa ef marka má samfélagsmiðlafærslurnar. 27.7.2025 22:39
Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins undirrituðu í dag viðskiptasamning sem felur í sér fimmtán prósenta heildartoll á innflutning Evrópusambandsríkja til Bandaríkjanna. 27.7.2025 22:03
Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsvoða á horni Borgartúns og Kringlumýrarbrautar í kvöld. 27.7.2025 20:59