Þorgerður til í fund og það strax Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega. 19.7.2025 12:16
Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Listmálari sem fagnar 100 ára afmæli í vikunni opnaði málverkasýningu í Kópavogi í dag. Hann hefur málað myndir í níutíu ár og segist taka svo miklu ástfóstri við myndir sínar að sumar þeirra vilji hann alls ekki selja. 16.7.2025 22:56
„Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Þörf er á átaki gegn notkun ljósabekkja að sögn húðlæknis sem vill að þeir verði einfaldlega bannaðir. Rannsóknir sýni að bekkirnir valdi fleiri krabbameinum en sígarettur. 15.7.2025 19:36
„Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Dæmi eru um að einstaklingar hafi þurft að leita á bráðamóttöku í geðrofsástandi eftir notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni. Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir um sömu efni að ræða og seld eru sem vímugjafar í partýum. 14.7.2025 22:04
„Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Ferðamálastofa hefur hefur birt tölfræði á vefsíðu sinni um slys og hættuatvik sem tengjast ferðafólki í íslenskri náttúru. Sérfræðingur öryggismála hjá stofnuninni vonast til að miðlægur gagnagrunnur um slys í ferðaþjónustu verði tekinn í notkun í haust. 14.7.2025 14:03
„Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Bifhjólafólk er orðið langþreytt á að bíða eftir að meira tillit sé tekið til þeirra í vegakerfinu. Þau hafi áhyggjur af stöðunni og vilji að rödd þeirra heyrist. Bifhjólamaður lést í umferðarslysi í Reykjavík í vikunni. 13.7.2025 20:51
Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Þrátt fyrir að hefðbundið skólastarf sé ekki í gangi í Hússtjórnarskólanum yfir sumartímann er nóg um að vera í skólanum um þessar mundir þar sem börnum er kennt að sauma út, baka og elda. 12.7.2025 22:30
„Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Samgöngustjóri Reykjavíkur segir engan vafa liggja á að fyrirkomulag bílastæðasjóðs um álagningu sekta án sektarmiða sé löglegt. Hún segist ekki hafa orðið var við óánægju með fyrirkomulagið. 10.7.2025 14:02
„Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Nauðsynlegt er að styðja betur við skólasamfélagið í málefnum erlendra barna segir forstjóri miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Tölfræði um aukið ofbeldi sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. 9.7.2025 20:19
„Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir ákvörðun ríkissaksóknara um að ákæra ekki fjóra menn sem höfðu samræði við fatlaða konu, staðfesta að það megi brjóta á fötluðu fólki. Hún segir fötluðum ekki trúað vegna skerðinga sinna. 9.7.2025 14:01
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur