Dagskráin í dag: Rafíþróttir og fullt af körfubolta Íslenskur körfubolti verður áberandi á íþróttarásum Stöðvar 2 Sport í kvöld auk þess sem sýnt verður frá Ljósleiðaradeildinni í CS:GO. 5.1.2023 06:01
Hamlin sýnir framfarir en er ennþá á gjörgæsludeild Buffalo Bills segja á Twitter-síðu sinni að Damar Hamlin hafi sýnt framfarir eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins aðfaranótt þriðjudags. Hann liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild. 4.1.2023 23:31
Barcelona slapp með skrekkinn gegn liði úr þriðju deild Barcelona slapp heldur betur með skrekkinn í spænska bikarnum í kvöld þegar liðið mætti þriðjudeildar liðinu CF Intercity. Börsungar unnu 4-3 eftir framlengingu og er því komið áfram. 4.1.2023 22:46
Foreldrar Giovanni Reyna klöguðu Berhalter eftir ummæli hans um soninn Það er alvöru sápuópera komin í gang í kringum bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu. Eftir yfirlýsingu þjálfarans Gregg Berhalter í morgun hafa foreldrar Giovanni Reyna nú stigið fram og sagt frá sinni hlið á málinu. 4.1.2023 22:31
Nottingham Forest úr fallsæti eftir góðan útisigur Nottingham Forest lyfti sér úr fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir góðan útisigur á Southampton. Leeds gerði jafntefli við West Ham á heimavelli og þá var niðurstaðan einnig jafntefli í leik Aston Villa og Úlfanna. 4.1.2023 22:06
Flóðgáttirnar opnuðust hjá Tottenham Tottenham Hotspur vann 4-0 stórsigur á útivelli gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Tottenham eftir að deildin fór af stað á nýjan leik eftir hlé. 4.1.2023 22:01
Risasigrar hjá Haukum og Val Haukar og Valur unnu bæði stórsigra í leikjum liðanna í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Haukar unnu ÍR 99-52 í Ólafssal og á sama tíma vann Valur sigur á Breiðablik 102-59 á heimavelli sínum. 4.1.2023 20:58
Formaður HSÍ: „Höfum reynt að bregðast við“ Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir erfitt úr þessu að breyta reglum IHF um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á HM handbolta. Hann segir að búið sé að reyna að bregðast við. 4.1.2023 20:31
Tryggvi Snær með tíu stig fyrir Zaragoza sem tapaði eftir framlengingu Tryggvi Snær Hlinason skoraði tíu stig og tók fimm fráköst í naumi tapi Zaragoza gegn Rio Breogan í spænska körfuboltanum í kvöld. Zaragoza er enn í baráttu við botn deildarinnar. 4.1.2023 20:29
Mark Sverris Inga tryggði PAOK góðan sigur Sverrir Ingi Ingason var hetja gríska liðsins PAOK í kvöld en hann skoraði eina markið í 1-0 sigri liðsins gegn Aris Thessaloniki. PAOK er í fjórða sæti grísku deildarinnar. 4.1.2023 20:08