Dagný í liði West Ham sem tapaði fyrir Manchester City Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn í liði West Ham sem beið lægri hlut á heimavelli gegn Manchester City í dag. West Ham er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 15.1.2023 21:42
Stórsigur hjá Dönum gegn lærisveinum Arons Danmörk og Noregur unnu stórsigra í leikjum sínum í kvöld á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Bæði lið eru með fullt hús stiga í sínum riðlum. 15.1.2023 21:23
Barcelona vann spænska ofurbikarinn eftir öruggan sigur á erkifjendunum Barcelona tryggði sér í kvöld spænska ofurbikarinn í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á erkifjendum sínum í Real Madrid. Sigur Barcelona var öruggur en Real klóraði í bakkann í uppbótartíma. 15.1.2023 21:06
Viðræður Gerrard og pólska knattspyrnusambandsins halda áfram Steven Gerrard gæti orðið næsti knattspyrnustjóri Póllands en viðræður hafa staðið yfir á milli hans og pólska knattspyrnusambandsins. 15.1.2023 20:31
„Þetta er það sem ég veðjaði á“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands, sem hefur fengið mikla gagnrýni eftir tapið gegn Ungverjalandi á heimsmeistaramótinu, segir að hugsanlega hefði hann átt að gera breytingar í leiknum þar sem margt fór úrskeiðis. 15.1.2023 19:45
Stuðningsmaður Tottenham sparkaði í Aaron Ramsdale eftir leik Stuðningsmaður Tottenham hljóp að vellinum að loknum leik liðsins við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og sparkaði í Aaron Ramsdale markvörð Arsenal. 15.1.2023 18:57
Lærisveinar Alfreðs í góðum málum Þjóðverjar unnu sinn annan sigur á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag þegar þeir lögðu Serbíu 34-33 í E-riðli keppninnar. Þjóðverjar eru nú líklegir til að taka fjögur stig með sér í milliriðil. 15.1.2023 18:41
Jón Axel með tíu stig í sigri Pesaro Jón Axel Guðmundsson átti fínan leik fyrir lið Pesaro í ítölsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag. Pesaro vann góðan tólf stiga útisigur á Givova Scafati. 15.1.2023 18:05
Mudryk búinn að semja við Chelsea til ársins 2031 Chelsea staðfesti í dag kaupin á Mykhailo Mudryk og var hann kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins í hálfleik í leiknum gegn Crystal Palace í dag. Mudryk er fimmti leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í janúar. 15.1.2023 17:44
Atletico Madrid tapaði stigum Atletico Madrid tapaði dýrmætum stigum í spænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Almeria á útivelli. 15.1.2023 17:30