Skotar stöðvuðu Ronaldo og Eriksen tryggði Dönum stig Evrópumeistarar Spánar eru komnir með þriggja stiga forskot á Dani á toppi 4. riðils A-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta eftir leiki kvöldsins. Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal eru ekki lengur með fullt hús stiga. 15.10.2024 20:48
Guðmundur Bragi og Stiven á sigurbraut Guðmundur Bragi Ástþórsson og Stiven Valencia fögnuðu báðir öruggum sigri í kvöld með liðum sínum í Evrópudeildinni í handbolta. 15.10.2024 20:36
Haukar unnu með 45 stiga mun Haukar byrja af miklum krafti í Bónus-deild kvenna í körfubolta og hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Í kvöld vann liðið algjöran risasigur gegn Stjörnunni í Garðabæ, 103-58. 15.10.2024 20:24
Ótrúlegur leikhluti Martins í naumum sigri Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði heil sautján stig í þriðja leikhluta, þegar Alba Berlín vann sinn fyrsta sigur í Evrópudeildinni (e. Euroleague) í körfubolta á þessari leiktíð. 15.10.2024 19:48
Elvar og Arnar í toppmálum í riðli Vals Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson var einn af markahæstu mönnum þýska liðsins Melsungen í dag þegar það gjörsigraði Vardar frá Norður-Makedóníu, 34-18, í Evrópudeildinni í handbolta. 15.10.2024 18:57
Tveggja marka Emilía áfram í bikarnum Íslenska landsliðskonan Emilía Ásgeirsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Nordsjælland í kvöld, í 3-0 sigri gegn B.93 í dönsku bikarkeppninni í fótbolta. 15.10.2024 18:45
Stimpluðu sig út með tapi gegn Dönum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla tapaði verðskuldað fyrir Danmörku ytra í dag, 2-0, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2025. 15.10.2024 18:00
„Mér finnst þetta bara kjaftæði“ „Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 14.10.2024 21:41
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14.10.2024 17:47
Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14.10.2024 07:02