Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil. 15.2.2025 09:08
Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að þó að þeir Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, glími við svipuð vandamál þá sé pressan umtalsvert meiri hjá United. 14.2.2025 15:31
Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Öfugt við það sem fullyrt var á vef ensku úrvalsdeildarinnar í gær þá er ekki ljóst hvort og þá hve langt leikbann Arne Slot, stjóri Liverpool, fær eftir rauða spjaldið sem hann fékk að loknum grannaslagnum við Everton á miðvikudagskvöld. 14.2.2025 13:30
Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Víkingar unnu frækinn 2-1 sigur gegn gríska stórveldinu Panathinaikos í gærkvöld en samt voru margir svekktir eftir leik því mark Panathinaikos kom eftir ansi vafasaman vítaspyrnudóm undir lokin. Dóminn og vítið má nú sjá á Vísi. 14.2.2025 11:54
Danir fela HM-styttuna Danir eru farnir að þekkja ansi vel gullstyttuna sem þeir hafa nú fengið fjórum sinnum í röð fyrir að verða heimsmeistarar í handbolta karla. Þeir tíma hins vegar ekki að hafa styttuna til sýnis á milli móta, vegna tryggingakostnaðar. 14.2.2025 10:30
Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum hve mikið líf var á félagaskiptamarkaðnum í íslenskum körfubolta þar til að glugginn lokaðist á dögunum. Samtals greiddu íslensku félögin um 44 milljónir króna í gjöld til KKÍ vegna félagaskipta og leikheimilda erlendra leikmanna. 14.2.2025 09:02
Grótta laus úr banni FIFA Ekkert íslenskt félag er lengur á lista FIFA yfir félög í banni frá félagaskiptum. Bæði Fram og Grótta hafa nú greitt úr sínum málum og losnað af listanum. 14.2.2025 08:32
Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Hinn 29 ára gamli Sander Sagosen, aðalstjarna norska handboltalandsliðsins, er orðinn leikmaður danska félagsins Álaborg og gildir samningur hans til sumarsins 2029. 13.2.2025 16:02
Sú elsta til að vinna HM-gull en Hófí Dóra féll úr keppni Hin ítalska Federica Brignone varð í dag elsta kona sögunnar til að vinna HM-gull í alpagreinum þegar hún vann sigur í stórsvigi, 34 ára að aldri. Hófí Dóra Friðgeirsdóttir, eini keppandi Íslands í greininni, féll úr keppni í seinni umferðinni. 13.2.2025 14:15
Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fær ekki að stýra liðinu frá hliðarlínunni í næstu tveimur leikjum, eftir rauða spjaldið sem hann fékk eftir grannaslaginn við Everton í gærkvöld. 13.2.2025 11:45