„Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Óhætt er að segja að Jón Halldór Eðvaldsson taki ekki undir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram á mikinn fjölda erlendra leikmanna í efstu deildum Íslands í körfubolta. Hann kveðst hundleiður á umræðu um þessi mál. 14.12.2024 10:30
„Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekki tölu á hve margir úrslitaleikirnir eru orðnir,“ sagði Þórir Hergeirsson við NRK í gærkvöld, eftir að hafa stýrt Noregi til öruggs sigurs á Ungverjum í undanúrslitum EM kvenna í handbolta. 14.12.2024 10:02
Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Kvennalandslið Íslands í fótbolta færðist niður um eitt sæti á nýjasta heimslista FIFA sem gefinn var út í dag. 13.12.2024 14:16
The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13.12.2024 12:45
Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Ísland verður í fjögurra liða riðli í undankeppni HM karla í fótbolta. Erfiðasti mótherji liðsins verður annað hvort Frakkland eða Króatía. 13.12.2024 11:43
Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Ísland lenti í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu, í undankeppni HM karla í fótbolta. Dregið var í dag í beinni útsendingu á Vísi. 13.12.2024 10:30
Sveit Íslands sló átta ára gamalt met Nýtt Íslandsmet var sett í 4x50 metra skriðsundi í dag á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem nú stendur yfir í Búdapest. 13.12.2024 10:27
Elías braut bein í Porto Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson endaði á sjúkrahúsi í gærkvöld, eftir að hafa meiðst þegar tuttugu mínútur voru eftir af leik Midtjylland við Porto í Evrópudeildinni í fótbolta. 13.12.2024 09:30
Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Víkingur er jafn Panathinaikos í 18.-19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir næsta fimmtudag. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að liðið komist áfram í keppninni og spili í umspili í febrúar. 13.12.2024 09:01
Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kínverjinn Li Tie, fyrrverandi leikmaður Everton, hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir meðal annars stórfellda spillingu í starfi sínu sem landsliðsþjálfari Kína. 13.12.2024 08:32