Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að Mohammad Sinwar, leiðtogi Hamas, var drepinn í árás Ísraelshers á spítala í maímánuði. Hamas hefur ekki staðfest andlátið. 28.5.2025 23:43
Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar „Fyrir sex árum fer dóttir mín út að hjóla með vinkonum sínum og þá fær ég þetta símtal sem enginn vill fá,“ segir Barbara Dröfn Fischer í viðtali í Reykjavík síðdegis. 28.5.2025 23:03
Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum. 28.5.2025 22:21
Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Franskur skurðlæknir hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa kynferðislega misnotað 299 einstaklinga, flest börn, á árunum 1989 til 2014. Hann játaði sök í málinu. 28.5.2025 21:36
Átta nemendur með ágætiseinkunn 139 nemendur útskrifuðust frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af átta námsbrautum. Átta nemendur hlutu ágætiseinkunn en Yi Ou Li hlaut titilinn dúx. 28.5.2025 20:53
Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Oscar Andres Florez Bocanegra, sautján ára drengur frá Kólumbíu verður fluttur úr landi þriðjudaginn 3. júní. Þessu greinir fósturfaðir hans frá og segir fjölskylduna ætla njóta tímans sem þau hafa saman. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í máli drengsins. 28.5.2025 20:27
Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Ingibjörg Birna Erlingsdóttir hefur sagt af sér sem sveitarstjóri Reykhólahrepps og lætur af störfum í júní. Ólafur Þór Ólafsson hefur verið ráðinn í hennar stað. 28.5.2025 20:05
Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um fólk að tjalda á túni í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang sagðist aðili hafa sofið í svefnpoka í hengirúmi. Hann vissi ekki að þar mætti ekki tjalda og hafði að auki hengt upp föt sín til þerris á svæðinu. 28.5.2025 18:42
Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Fjöldi viðbragðsaðila var við Hvítá í Hrunamannahreppi eftir að tilkynning barst um að dráttarvél hefði hafnað í ánni. Einn einstaklingur var í ökutækinu og hefur hann verið fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. 28.5.2025 18:28
Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Ferðamannarúta var meðal farartækjanna sem voru kyrrsett í umfangsmikilli eftirlitsaðgerð lögreglu á Suðurlandsvegi í dag. Lögregla gerði athugasemd við réttindi bílstjóra. 14.5.2025 15:55