Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Breiðablik 2-3 | Blikar tryggðu enn einn sigurinn á síðustu stundu Breiðablik vann frækinn sigur í Keflavík í kvöld í Bestu deildinni. Eftir að hafa lent undir í leiknum þá skoraði Höskuldur Gunnlaugsson sigurmarkið úr umdeildri vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. 17.7.2022 22:04
Umfjöllun: FH 0-3 Víkingur | Sjöundi leikur FH í röð án sigurs FH vann síðast leik fyrir tveimur mánuðum síðan, þann 15. maí gegn ÍBV. FH beið ósigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 13. umferð Bestu-deild karla í kvöld, 0-3. Öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 16.7.2022 21:52
Umfjöllun og viðtal: Valur 0-3 Keflavík | Einum fleiri gengu Keflvíkingar á lagið Keflavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld, 0-3. Keflavík komst yfir í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu sem kostaði heimamenn rautt spjald að auki. Gestirnir lokuðu leiknum svo í síðari hálfleik eftir mikla orrahríð að marki Vals. 11.7.2022 21:30
Umfjöllun: KA 4-3 ÍBV | Frábært sigurmark skilaði heimasigri í markaleik KA vann mikilvægan heimasigur á botnliði ÍBV á Akureyri í dag. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og sjö mörk litu dagsins ljós en það var Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði sigurmark heimamanna. 9.7.2022 18:00
Swiatek vann Opna franska meistaramótið Pólska tenniskonan Iga Swiatek vann Opna franska meistaramótið nú fyrir skömmu eftir að hún bara sigurorð af hinni ungu Coco Gauff frá Bandaríkjunum. 4.6.2022 15:00
Robin Olsen til Aston Villa Aston Villa hefur tryggt sér þjónustu sænska landsliðsmarkvarðarins Robin Olson en hann kemur til liðsins frá Roma. Hann var á láni hjá liðinu frá áramótum. 4.6.2022 14:15
Erlingur hættir með hollenska landsliðið Erlingur Richardsson er hættur með hollenska landsliðið í handbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hollenska handknattleikssambandinu. 4.6.2022 13:17
Nadal í úrslit í fjórtánda sinn Spænski tenniskappinn Rafael Nadal komst í úrslit Opna franska meistarmótsins í tennis í fjórtánda sinn eftir sigur á Alexander Zverev í undanúrslitum. Zverev gat ekki klárað leikinn vegna meiðsla. 4.6.2022 12:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Breiðablik 1-5 | Blikar rúlluðu yfir Skagamenn Breiðablik hreinlega keyrði yfir heimamenn í ÍA á Akranesi í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla. Lokatölur 1-5 fyrir gestina sem hafa fullt hús stiga eftir fjóra leiki. 7.5.2022 16:10
Boltavaktin | Þetta gerðist í dag Velkomin í Boltavaktina. Hér að neðan má finna allt það helsta sem gerist í boltanum - bæði hér á landi sem og erlendis - í dag. Þá minnum við á gríðarlegan fjölda leikja í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Alla þá viðburði sem sýndir eru beint má finna Hér. 10.4.2022 19:00