Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Um­fangs­miklar upp­sagnir hjá Amazon

Forsvarsmenn Amazon tilkynntu í gær umfangsmiklar uppsagnir sem eiga að hefjast í dag. Til stendur að segja upp allt að þrjátíu þúsund manns. Með þessu vilja forsvarsmenn Amazon draga úr kostnaði og spara peninga en til stendur að fara í umfangsmikla notkun róbóta.

Búast við ham­förum vegna Melissu

Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag.

Óttast blóð­bað við fall síðasta vígis stjórnar­hersins í Darfur

Leiðtogar uppreisnarsveita Rapid Support Forces (RSF) í Súdan segjast hafa handsamað höfuðstöðvar stjórnarhersins í borginni el-Fasher. RSF-liðar hafa setið um borgina um langt skeið en hún er sú stærsta í Darfur-héraði sem stjórnin heldur enn. Óttast er að blóðbað muni fylgja á hæla falls borgarinnar, þar sem að minnsta kosti 250 þúsund manns eru talin búa.

Stað­festa loks sam­bandið

Bandaríska poppstjarnan Katy Perry og Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, hafa loksins staðfest að þau séu í sambandi. Það gerðu þau þegar ljósmyndari hitti þau út á lífinu í París í gærkvöldi, þar sem þau voru að halda upp á 41 árs afmæli Perry.

„Það verða fjölda­gjald­þrot“

Útlitið er dökkt á húsnæðismarkaði eftir vaxtadóminn svokallaða. Það segja þeir Páll Pálsson, fasteignasali, og Már Wolfgang Mixa, dósent við Háskóla Íslands, sem voru í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir vaxtadóminn og áhrif hans á fasteignamarkaðinn, húsnæðisverð og lánskjör almennings.

Einar og Milla skírðu drenginn

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfir­framleiðandi hjá ACT4, hafa gefið ungum drengi þeirra nafnið Þorsteinn.

Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mis­tök

Kynferðisbrotamaður sem sleppt var úr fangelsi í Bretlandi fyrir mistök fyrr í vikunni, var handtekinn í Lundúnum í morgun. Lögreglan í Lundúnum segir að maðurinn hafi fundist vegna ábendinga frá almenningi en málið hefur vakið mikla furðu og reiði á undanförnum dögum.

Tveir hand­teknir vegna Louvre ránsins

Tveir menn hafa verið handteknir vegna ránsins í Louvre um síðustu helgi. Annar þeirra ku hafa verið handtekinn á leið um borð í flugvél til Alsír um klukkan tíu í gærkvöldi og hinn var handtekinn í eða við París skömmu síðar.

Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk

Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær.

Sjá meira