Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Leyniþjónustur Bandaríkjanna og embættismenn í Evrópu, Líbíu og Egyptalandi segja að ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi aukið hergagnasendingar til vígamanna Rapid support forces (RSF) í Súdan á þessu ári. Kínverskir drónar hafa verið sendir til vígamannanna, auk stórskotaliðsvopna, farartækja, vélbyssa og skotfæra, svo eitthvað sé nefnt. 29.10.2025 16:05
Nvidia metið á 615 billjónir króna Fyrirtækið Nvidia varð í dag rúmlega fimm billjón dala virði, fyrst allra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði í heiminum. Virði hlutabréfa Nvidia hafa hækkað gífurlega í virði á undanförnum árum, samhliða miklum vexti í gervigreindargeiranum sen félagið framleiðir tölvubúnað sem er einkar vinsæll í gagnaver sem notuð eru til að keyra mállíkön heimsins. 29.10.2025 14:23
Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, opinberaði í morgun að Rússar hefðu gert aðra tilraun með kjarnorkuknúið vopn. Það gerði hann í heimsókn til særðra hermanna á sjúkrahúsi í Moskvu í morgun en umrætt vopn er eins konar tundurskeyti sem á að geta siglt endalaust og borið kjarnorkuvopn að ströndum óvinveittra ríkja. 29.10.2025 13:34
Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Ráðamenn í Ísrael segja vopnahlé aftur í gildi á Gasaströndinni, eftir umfangsmiklar árásir frá því í gær. Að minnsta kosti hundrað Palestínumenn eru sagðir hafa látið lífið í loftárásum Ísraela frá því í gær en þá héldu Ísraelar því fram að Hamas samtökin hafi rofið vopnahléið. 29.10.2025 11:59
Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar fannst nýverið á strönd í Ástralíu. Tveir hermenn sem voru á leið á víglínuna í Frakklandi skrifuðu hvor bréf í flöskuna og köstuðu henni í hafið. Rúm hundrað ár liðu þar til flaskan fannst. 29.10.2025 11:09
Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Fregnir hafa borist af umfangsmiklum ódæðum eftir að borgin El Fasher í Súdan féll í hendur vígamanna Rapid Support Forces eða RSF. Vígamenn hafa birt myndbönd af sér skjóta óvopnað fólk í massavís og elta uppi, ræna og myrða fólk sem reyndi að flýja borgina við fall hennar. Þá virðast gervihnattamyndir sýna blóðbað í borginni sjálfri og eru blóðpollar sýnilegir á þeim. 29.10.2025 10:05
Skipar hernum að gera árásir á Gasa Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur skipað her ríkisins að gera „kröftugar“ árásir á Gasaströndina. Hann sakar Hamas-liða um að hafa brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Vígamenn eru sagðir hafa skotið að ísraelskum hermönnum í dag og þar að auki saka Ísraelar Hamas um að brjóta gegn samkomulaginu hvað varðar að skila líkum gísla. 28.10.2025 16:38
Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, áfrýjaði í gær dómi gegn honum í „þagnargreiðslumálinu“ svokallaða í New York. Hann var í fyrra sakfelldur fyrir að falsa skjöl með því markmiði að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þá varð Trump fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til að verða sakfelldur í sakamáli. 28.10.2025 16:00
Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28.10.2025 14:09
Musk í samkeppni við Wikipedia Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opnað nýja síðu sem ætlað er að veita Wikipedia samkeppni. Hinn hægri sinnaði tæknimógúll segir að síðan, sem kallast Grokipedia, eigi að vera slagsíðulaus valkostur gegn Wikipedia og keyrir að miklu leyti á Grok, mállíkani xAI, gervigreindarfyrirtækis Musks. 28.10.2025 11:53