Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna vegna einkamáls gegn honum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gegn táningi. Það verður hann að gera fyrir 14. júlí næstkomandi samkvæmt úrskurði dómara í New York. 26.10.2021 14:40
Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26.10.2021 13:23
Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26.10.2021 10:49
Klassíkin: Freespace 2 Fyrir mörgum, mörgum árum, í sömu stjörnuþoku og við erum í núna, var ákveðin tegund tölvuleikja mjög vinsæl. Þeir tölvuleikir settu spilara í sæti geimflaugaorrustumanna, sem börðust með gleðipinna í einni hendi og hina á lyklaborði. 26.10.2021 08:45
GameTíví: Kveða niður drauga í Verdansk Pörupiltarnir í GameTíví ætla að leggja leið sína til Verdansk í kvöld. Þar eru draugar allsstaðar í tilefni Hrekkjavökunnar og útlit fyrir að Dóa munu bregða töluvert. 25.10.2021 19:31
Vill borga óbólusettum löggum fyrir að flytja til Flórída Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ætlar að greiða óbólusettum lögregluþjónum fimm þúsund dali fyrir að flytja til ríkisins og starfa þar. Hann segir vöntun á lögreglunum og segir að betur verði komið fram við þá en annars staðar þar sem lögregluþjónum er gert að fara í bólusetningu við Covid-19. 25.10.2021 16:49
Frestar útgáfu Kennedy-skjalanna aftur Hvíta húsið tilkynnti á föstudaginn að skjöl sem snúa að morði John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verði ekki opinberuð strax. Opinberuninni verði frestað vegna Covid-19 þar sem sérfræðingar þurfi meiri tíma til að fara yfir skjölin og tryggja að þau innihaldi engin leyndarmál. 25.10.2021 14:52
Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum. 25.10.2021 13:15
Sjö starfsmenn lögreglunnar í einangrun og tíu í sóttkví Sjö starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru í einangrun og tíu í sóttkví vegna Covid-19. Verið er að skima fyrir kórónuveirunni innan lögreglunnar og fara um tvö hundruð starfsmenn í skimun. 25.10.2021 11:30
Fundu beinagrind drengs og þrjá bræður hans sem höfðu verið yfirgefnir í marga mánuði Lögregluþjónar í Houston í Bandaríkjunum fundu í gær lík níu ára barns í yfirgefinni íbúð í borginni. Auk þess fundust þrír drengir sem sögðu bróðir þeirra hafa verið dáinn í íbúðinni í um það bil ár. 25.10.2021 11:17