Rúta fauk útaf Reykjanesbraut Rúta endaði utan vegar við Reykjanesbraut í morgun. Engan sakaði en mikið rok og skafrenningur var á svæðinu. 20.2.2022 10:26
Segir Pútín hyggja á mesta stríð Evrópu frá 1945 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sé að undirbúa mesta stríð Evrópu frá 1945. Þar að auki sé útlit fyrir að þær áætlanir séu þegar komnar af stað. 20.2.2022 10:12
Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi. 19.2.2022 16:55
Bjargaði bróður sínum sem lenti í snjóflóði með snarræði Tíu ára drengur grófst undir snjóflóði í Hamrinum við Hveragerði í dag. Snjóhengja féll niður hlíðina þar sem börn voru að leik og eldri bróðir drengsins er sagður hafa sýnt mikið snarræði. 19.2.2022 16:17
Bein útsending: Frambjóðendur Viðreisnar takast á um borgina Frambjóðendur í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík taka í dag þátt í pallborðsumræðu á vegum Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Viðreisn heldur prófkjör. 19.2.2022 16:16
Yfirheyrslu Aðalsteins frestað Yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar, hefur verið frestað. Hann er einn þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt stöðu sakbornings í tengslum við rannsókn sem snýr að umfjöllun þeirra um um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19.2.2022 15:22
Stöðvuðu umferð eftir að hjól datt undan jeppa Loka þurfti fyrir umferð um Kjalarnes í um klukkustund í dag eftir að hjól datt undan bíl. Engan sakaði en bíllinn sat fastur á miðjum veginum. 19.2.2022 14:46
2.692 greindust smitaðir í gær 2.692 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. 141 greindist á landamærunum. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við fréttastofu. 19.2.2022 13:37
Mikið um erlend tökuverkefni hér á landi Verið er að taka upp fjögur erlend kvikmyndaverkefni í stærri kantinum hér á landi um þessar mundir. Þar á meðal er stórt verkefni frá Sony og annað frá Netflix og BBC. 19.2.2022 12:36
Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. 19.2.2022 10:32