Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Wagner yfir­gefur Malí í skugga mikilla á­rása

Leiðtogar rússneska málaliðahópsins Wagner group lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu að yfirgefa Malí, eftir að hafa verið þar í vel á fjórða ár. Þar hafa málaliðarnir aðstoðað her Malí, sem hefur beðið hnekki gegn uppreisnar- og vígamönnu. Rússar munu áfram vera með viðveru í landinu í gegnum málaliðahópinn Africa Corps, sem stýrt er af leyniþjónustu Rússneska hersins (GRU).

Mót­mæli og á­tök eftir á­hlaup ICE í Los Angeles

Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa.

Deilurnar halda á­fram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“

Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“.

Konan sem féll í Brúar­á er látin

Erlendi ferðamaðurinn sem féll í Brúará í gær er látinn. Um er að ræða konu á fertugsaldri sem var úrskurðuð látin á staðnum.

Stærsta á­rásin á Kharkív hingað til

Rússar gerðu í nótt umfangsmestu árásir þeirra á borgina Kharkív frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Notast var við tugi dróna, hefðbundnar sprengjur sem varpað er úr lofti og að minnsta kosti eina eldflaug og eru að minnsta kosti þrír sagðir liggja í valnum í borginni. Tveir til viðbótar féllu í árásum á borgina Kherson í suðurhluta Úkraínu.

Reyna að stilla til friðar með sím­tali

Aðstoðarmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa skipulagt símtal milli hans og Elons Musk, auðugasta manns heims, eftir opinberar deilur þeirra í gær. Vonast er til þess að þeir geti grafið öxina en ráðgjafar Trumps hafa beðið hann um að fara mjúkum höndum um auðjöfurinn.

Brotlentu öðru einkafari á tunglinu

Japanska geimfyrirtækið ispace brotlenti öðru geimfari á tunglinu í gærkvöldi. Þetta var önnur tilraun fyrirtækisins til að lenda smáu tunglfari í einkaeigu en báðar hafa misheppnast.

Fyrir­sjáan­legar deilur: Valda­mesti maður heims og sá ríkasti hnakkrífast

Forseti Bandaríkjanna, valdamesti maður heims, og auðugasti maður heims, sem hafa unnið náið saman á undanförnum mánuðum, skutu föstum skotum hvor að öðrum í gær. Hvor á sínum eigin samfélagsmiðli. Donald Trump kallaði Elon Musk meðal annars klikkaðan og Musk sagði að bola ætti Trump úr embætti og stakk upp á því að stofna nýjan stjórnmálaflokk, svo eitthvað sé nefnt.

Neitaði að blása í áfengismæli

Ökumaður sem stöðvaður var í Reykjavík í gærkvöldi vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, neitaði að blása í áfengismæli. Í dagbók lögreglu segir að hann verði því einnig kærður fyrir að neita að veita atbeina við ransókn máls.

Á­kærð fyrir að myrða táning en líkið enn ófundið

Lögreglan í Queensland í Ástralíu hefur ákært mann og konu sem bjuggu með sautján ára stúlku sem hvarf sporlaust. Fólkið hefur verið ákært fyrir morð og fyrir að illa meðferð á líki en líkið er þó enn ófundið.

Sjá meira