

Fréttamaður
Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna dróst verulega saman í síðasta mánuði, eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, beitti umfangsmiklum tollum á vörur frá Kína. Þrátt fyrir að jókst útflutningur Kínverja á heimsvísu, samkvæmt nýjum tölum frá Kína, þar sem kínversk fyrirtæki hafa leitað til annarra markaða.
Forsvarsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab hafa gert samning við flugher Bandaríkjanna um að flytja farm með geimflaugum. Þannig á að nota eldflaug til að flytja frá einum stað á jörðinni til annars á einstaklega stuttum tíma, mögulega í neyðartilfellum.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði í gær sjónvarpskonuna Jeanine Pirro, þáttastjórnanda hjá Fox News, í embætti ríkissaksóknara í alríkisumdæminu Washington DC, sem starfandi ríkissaksóknara. Hún mun leysa af hólmi Ed Martin, sem setið hefur í embætti frá því hann var tilnefndur fyrir um fimmtán vikum.
Leó fjórtándi, nýr páfi, heldur sína fyrstu messu í Vatíkaninu í dag. Hún er haldin í Sixtínsku kapellunni og eru kardinálar þeir einu sem fá að sitja hana.
John Prevost býst við góðum hlutum af bróður sínum, Robert Francis Provost, eða Leó fjórtánda, sem kjörinn var páfi í gær. John segir valið hafa komið sér og fjölskyldu sinni gífurlega á óvart.
Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn.
Lögregluþjónar höfðu í gærkvöldi afskipti af manni sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Hann var ekki með skilríki og var því ekki hægt að staðfesta hver hann væri. Var hann því vistaður í fangageymslu á meðan mál hans er rannsakað.
Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í dag „sögulegan“ viðskiptasamning við Bretland sem opna ætti á aukinn útflutning fyrir Bandaríkjamenn. Bretar urðu þar með fyrstir til að semja við Trump eftir að hann boðaði umfangsmikla tolla í síðasta mánuði.
Forsvarsmenn Rockstar ákváðu á dögunum að fresta útgáfu Grand Theft Auto 6 um meira en hálft ár. Eftirvæntingin er gífurleg og sést það glögglega á því hve margir horfðu á stiklu sem birt var skömmu eftir að tafirnar urðu opinberar. Sú stikla er sögð hafa sett nýtt met.