Neitaði að svara spurningunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, neitaði að svara spurningum rannsakenda ríkissaksóknara New York við vitnaleiðslur í dag. Til þess nýtti hann rétt Bandaríkjamanna til þess að sakbenda sjálft sig ekki. 10.8.2022 14:39
Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10.8.2022 13:23
Trump ber vitni í New York Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun bera vitni í í New York í dag. Umræddur vitnisburður er ótengdur húsleit sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna húsleit gerðu á heimili hans í Flórída á mánudaginn og snýr að því hvernig Trump hefur verðmetið eignir sínar í New York í gegnum árin. 10.8.2022 10:50
Selur í Tesla af ótta við þvinguð kaup á Twitter Auðjöfurinn Elon Musk hefur selt hlutabréf í Tesla fyrir um 6,9 milljarða dala, sem samsvarar tæplega billjón króna, lauslega reiknað. Musk seldi bréfin af ótta við að verða þvingaður til að kaupa samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter. 10.8.2022 10:11
Covid-fjörinu að ljúka hjá leikjaframleiðendum Heimsbúar spila minna af tölvuleikjum, eftir að spilunin jókst til muna á tímum Covid. Nú er fólk í meira mæli að leggja frá sér fjarstýringarnar og fara úr húsi. Áhrifin á leikjaframleiðendur eru mikil, þó staðan sé betri en hún var fyrir heimsfaraldurinn. 9.8.2022 16:46
Allt að áttatíu þúsund hermenn sagðir fallnir eða særðir Sérfræðingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja að allt að áttatíu þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í innrás Rússa í Úkraínu. Innrásin hófst þann 24. febrúar en Bandaríkjamenn lýsa átökunum sem þeim erfiðustu fyrir Rússa frá seinni heimsstyrjöldinni. 9.8.2022 14:55
Styttist í fyrstu tunglferðina Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka. 9.8.2022 13:11
Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9.8.2022 10:29
Nokkrir hópar taldir villtir við gosstöðvarnar Búið er að kalla út nokkrar björgunarsveitir af suðvesturhorni vegna hópa fólks sem taldir eru vera villtir á svæðinu við gosstöðvarnar við Meradali. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er vitað um minnst tvo hópa sem eru týndir og er vitað af fleirum á svæðinu. 8.8.2022 16:32
Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8.8.2022 16:21